Innlent

Lögreglan kölluð að stjórnarráðinu

Stjórnarráðið. Ekki var þó flaggað í hálfa stöng í dag.
Stjórnarráðið. Ekki var þó flaggað í hálfa stöng í dag.

Lögreglan var kölluð niður að Stjórnarráði Íslands rétt fyrir fimm í dag. Varðstjóri hafði ekki enn fengið allar upplýsingar um málið en sagði það væntanlega smávægilegt og tengt drykkjulátum.

Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni í dag. Til að mynda voru fimm menn handteknir vegna líkamsárásar í Kríuhólum upp úr eitt í dag. Þá greindi Vísir frá því að átökin hefðu átt sér stað á þriðju hæð hússins, það var rangt, átökin voru á þeirri sjöttu.

Tveir menn hafa verið færðir á spítala vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×