Kristján Örn Sigurðsson lék sinn 100. leik með Brann í dag er liðið tapaði fyrir Odd Grenland, 3-1, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni.
Árni Gautur Arason lék allan leikinn fyrir Odd Grenland í dag.
Brann komst í 1-0 forystu strax á 7. mínútu en leikmenn Odd Grenland skoruðu þrjú mörk á sjö mínútum og var staðan orðin 3-1 aðeins tíu mínútum eftir að Brann komst yfir.
Á 34. mínútu var svo víti dæmt á Odd Grenland. Ólafur Örn Bjarnason tók spyrnuna en Árni Gautur varði frá honum. Steffen Hagen, varnarmaður Odd Grenland, braut hins vegar af sér í baráttunni um frákastið og var því önnur vítaspyrna dæmd.
Aftur tók Ólafur Örn spyrnuna og aftur lét hann Árna Gaut verja frá sér. Ólafur var reyndar nálægt því að ná frákastinu en Árni Gautur var enn og aftur vel með á nótunum.
Ólafur, Kristján og Birkir Már Sævarsson léku allir allan leikinn fyrir Brann og Gylfi Einarsson kom inn á sem varamaður í hálfleik. Ármann Smári Björnsson var á varamannabekk liðsins.
Árni Gautur varði frá Ólafi Erni í tvígang
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn



Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn



Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“
Íslenski boltinn