Innlent

Bjargað af Vatnajökli

Átta manna hópur gönguskíðafólks sem var veðurtepptur á Vatnajökli í gær er kominn til byggða. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar komust að hópnum skömmu eftir miðnætti. Hópurinn hafðist þá við í tjöldum á milli Grímsvatna og Esjufjalla.

Aðstæður á jöklinum voru erfiðar og veður slæmt. Ekkert amaði að fólkinu en komið var með það að Hala í Suðursveit á áttunda tímanum í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×