Erlent

Vændi í fangelsi sem Finnar greiddu fyrir

Finnska utanríkisráðuneytið rannsakar nú hvort vændi viðgangist í kvennafangelsi í Afganistan sem var reist fyrir finnska peninga. Finnska ríkisútvarpið YLE greindi frá því í vikunni að vændi viðgengist milli kvenfanganna og afganskra starfsmanna sem starfa hjá finnska utanríkisráðuneytinu.

Kvenfangelsið var opnað fyrir tveimur vikum í Sheberghan í norðurhluta Afganistans. Rauli Suikkanen, starfsmaður ráðuneytisins, segir að grunur leiki á að stjórnendur fangelsisins blandist í málið.- ghs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×