Erlent

Hundruð þúsunda flýja flóð

Verstu flóðin sem orðið hafa í norðanverðri Brasilíu svo áratugum skipti, hafa hrakið nærri 270 þúsund manns að heiman. Nærri fjörutíu manns höfðu látist í gær.

Fólkið forðar sér á hvaða farartæki sem tiltækt er, sumir fara með yfirfullum vörubílum upp til hærri landsvæða, aðrir fara siglandi innan um hættulega krókó­díla og önnur skriðkvikindi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×