Yang vann Tiger á síðasta risamóti ársins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. ágúst 2009 23:10 Y.E. Yang á vellinum í dag. Nordic Photos / AFP Suður-Kóreumaðurinn Y.E. Yang vann glæsilegan sigur í PGA-meistaramótinu í Bandaríkjunum í kvöld og varð þar með fyrsti Asíubúinn til að vinna stórmót í golfi. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem að Tiger Woods vinnur ekki stórmót eftir að hann var með forystuna þegar keppni á lokadeginum hófst. Hann hefur alls unnið fjórtán risamót. Sigur Yang var sérlega glæsilegur. Hann lék vel í allan dag og tók fram úr Tiger á fjórtándu holu þegar hann fékk örn og komst á átta högg undir par. Tiger var þá á sjö höggum undir pari. Báðir fengu þeir skolla á sautjándu en á þeirri átjándu fékk Yang fugl eftir glæsilegt högg inn á flöt. Tiger hitti hins vegar ekki flötina og þurfti svo að tvípútta. Hann lauk því keppni á fimm undir pari en Yang á átta undir pari. Tiger var aldrei líkur sjálfum sér í dag og átti sérstaklega erfitt með púttin. Hann lék á alls 75 höggum í dag en Yang lék á 70 höggum. Golf Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Suður-Kóreumaðurinn Y.E. Yang vann glæsilegan sigur í PGA-meistaramótinu í Bandaríkjunum í kvöld og varð þar með fyrsti Asíubúinn til að vinna stórmót í golfi. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem að Tiger Woods vinnur ekki stórmót eftir að hann var með forystuna þegar keppni á lokadeginum hófst. Hann hefur alls unnið fjórtán risamót. Sigur Yang var sérlega glæsilegur. Hann lék vel í allan dag og tók fram úr Tiger á fjórtándu holu þegar hann fékk örn og komst á átta högg undir par. Tiger var þá á sjö höggum undir pari. Báðir fengu þeir skolla á sautjándu en á þeirri átjándu fékk Yang fugl eftir glæsilegt högg inn á flöt. Tiger hitti hins vegar ekki flötina og þurfti svo að tvípútta. Hann lauk því keppni á fimm undir pari en Yang á átta undir pari. Tiger var aldrei líkur sjálfum sér í dag og átti sérstaklega erfitt með púttin. Hann lék á alls 75 höggum í dag en Yang lék á 70 höggum.
Golf Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira