Fótbolti

Mourinho ósáttur við ítalska fjölmiðla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Portúgalinn Jose Mourinho, þjálfari Inter, var ekki í neinu skapi til þess að fagna í gær er Inter komst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Inter hefur mátt þola mikla gagnrýni í ítölskum fjölmiðlum upp á síðkastið og Mourinho vildi ekki sjá blaðamenn eftir tapleikinn gegn Juventus um síðustu helgi.

Hann lét þó sjá sig á blaðamannafundi í gær og lét fjölmiðlamenn heyra það.

„Það er eitt sem ég skil ekki. Ég hélt að á Ítalíu væru það úrslitin sem skiptu öllu máli en ég er að sjá núna að það er ekki rétt," sagði Mourinho.

„Við vorum krýndir ítalskir meistarar í fyrra og við erum á toppnum núna. Við töpuðum í Evrópukeppninni í fyrra fyrir liðinu sem vann keppnina og að þessu sinni höfum við komist áfram í riðli með sama liði. Ekkert af þessu virðist vera nógu gott."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×