Skilanefnd Glitnis veit engin deili á stærsta erlenda kröfuhafanum 10. desember 2009 09:47 Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. Árni Tómasson formaður skilanefndar segir í samtali við fréttastofu að fulltrúar frá Burlington hafi hingað til ekki sett sig í samband við skilanefndina né eigi þeir sæti í kröfuhafaráðinu þrátt fyrir að vera stærsti erlendi kröfuhafinn. Árni segist engar upplýsingar hafa um Burlington. Upplýsingar um Burlington Loan Management eru einnig takmarkaðar á netinu en þó má sjá að félagið/sjóðurinn hefur skráð sig til heimilis í Dublin á Írlandi. „Það er rétt að fram komi að erlendir sem innlendir kröfurhafar hafa enga beina aðild að Íslandsbanka næstu tvö árin," segir Árni. „Á þeim tíma mun kjölfestufjárfestir fyrir bankann verða fundinn." Burlington setur fram kröfur sínar í einum tuttugu liðum í kröfuhafaskránni og einn heimildarmaður fréttastofu sagði í morgun að þetta benti til þess að Burlington væri líklega með kröfurnar í höndum fyrir aðra aðila. Þá væri einsýnt að Burlington hefði eignast kröfur sínar eftir að Glitnir komst í þrot í fyrrahaust. Tengdar fréttir Birna gerir 12,5 milljóna kröfu í þrotabú Glitnis Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er ein af fjölmörgum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis sem gerir kröfu í þrotabú bankans. Samkvæmt kröfuhafalista Glitnis sem fréttastofa hefur undir höndum nema kröfur Birnu rétt tæpum 12,5 milljónum króna. 10. desember 2009 07:30 Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06 Félag í eigu Bjarna krefst 130 milljóna úr búi Glitnis Sjávarsýn ehf., félag í eigu Bjarna Ármannssonar, gerir 129,5 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Þetta kemur fram í kröfuskrá bankans sem birt var kröfuhöfum í nótt. Krafan fellur undir almennar kröfur. Bjarni var bankastjóri Glitnis til ársins 2007. 10. desember 2009 09:38 Burlington Loan Management er stærsti erlendi kröfuhafi Glitnis Írska fjármálafyrirtækið Burlington Loan Management er stærsti erlendi kröfuhafi Glitnis samkvæmt kröfuhafaskrá bankans. Heildarkröfur Burlington nema hátt í 150 milljörðum kr. 10. desember 2009 08:47 Tæplega 8.700 kröfum lýst í þrotabú Glitnis Allir sem sátu í framkvæmdastjórn Glitnis, fram að gjaldþroti bankans fyrir rúmu ári, gera kröfur í þrotabú hans en tæplega 8.700 kröfum var lýst í búið, samkvæmt tilkynningu frá Slitastjórn Glitnis í gærkvöldi. 10. desember 2009 07:04 Bjarni krefst samtals 210 milljóna úr þrotabúi Glitnis Bjarni Ármannsson krefst samtals 210 milljóna króna úr þrotabúi Glitnis banka, samkvæmt kröfuhafalista bankans sem fréttastofa hefur undir höndum. Kröfuna gerir Bjarni í gegnum tvö félög sín, 130 milljónir í gegnum Sjávarsýn ehf. og 80 milljónir í gegnum Landsýn ehf. Kröfurnar eru tilkomnar vegna skuldabréfa. 10. desember 2009 10:15 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Skilanefnd Glitnis veit engin deili á Burlington Loan Management sem er stærsti erlendi kröfuhafi bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem sett var á netið í gærkvöldi. Samtals nema kröfur Burlington hátt í 150 milljarða kr. Árni Tómasson formaður skilanefndar segir í samtali við fréttastofu að fulltrúar frá Burlington hafi hingað til ekki sett sig í samband við skilanefndina né eigi þeir sæti í kröfuhafaráðinu þrátt fyrir að vera stærsti erlendi kröfuhafinn. Árni segist engar upplýsingar hafa um Burlington. Upplýsingar um Burlington Loan Management eru einnig takmarkaðar á netinu en þó má sjá að félagið/sjóðurinn hefur skráð sig til heimilis í Dublin á Írlandi. „Það er rétt að fram komi að erlendir sem innlendir kröfurhafar hafa enga beina aðild að Íslandsbanka næstu tvö árin," segir Árni. „Á þeim tíma mun kjölfestufjárfestir fyrir bankann verða fundinn." Burlington setur fram kröfur sínar í einum tuttugu liðum í kröfuhafaskránni og einn heimildarmaður fréttastofu sagði í morgun að þetta benti til þess að Burlington væri líklega með kröfurnar í höndum fyrir aðra aðila. Þá væri einsýnt að Burlington hefði eignast kröfur sínar eftir að Glitnir komst í þrot í fyrrahaust.
Tengdar fréttir Birna gerir 12,5 milljóna kröfu í þrotabú Glitnis Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er ein af fjölmörgum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis sem gerir kröfu í þrotabú bankans. Samkvæmt kröfuhafalista Glitnis sem fréttastofa hefur undir höndum nema kröfur Birnu rétt tæpum 12,5 milljónum króna. 10. desember 2009 07:30 Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06 Félag í eigu Bjarna krefst 130 milljóna úr búi Glitnis Sjávarsýn ehf., félag í eigu Bjarna Ármannssonar, gerir 129,5 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Þetta kemur fram í kröfuskrá bankans sem birt var kröfuhöfum í nótt. Krafan fellur undir almennar kröfur. Bjarni var bankastjóri Glitnis til ársins 2007. 10. desember 2009 09:38 Burlington Loan Management er stærsti erlendi kröfuhafi Glitnis Írska fjármálafyrirtækið Burlington Loan Management er stærsti erlendi kröfuhafi Glitnis samkvæmt kröfuhafaskrá bankans. Heildarkröfur Burlington nema hátt í 150 milljörðum kr. 10. desember 2009 08:47 Tæplega 8.700 kröfum lýst í þrotabú Glitnis Allir sem sátu í framkvæmdastjórn Glitnis, fram að gjaldþroti bankans fyrir rúmu ári, gera kröfur í þrotabú hans en tæplega 8.700 kröfum var lýst í búið, samkvæmt tilkynningu frá Slitastjórn Glitnis í gærkvöldi. 10. desember 2009 07:04 Bjarni krefst samtals 210 milljóna úr þrotabúi Glitnis Bjarni Ármannsson krefst samtals 210 milljóna króna úr þrotabúi Glitnis banka, samkvæmt kröfuhafalista bankans sem fréttastofa hefur undir höndum. Kröfuna gerir Bjarni í gegnum tvö félög sín, 130 milljónir í gegnum Sjávarsýn ehf. og 80 milljónir í gegnum Landsýn ehf. Kröfurnar eru tilkomnar vegna skuldabréfa. 10. desember 2009 10:15 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Birna gerir 12,5 milljóna kröfu í þrotabú Glitnis Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er ein af fjölmörgum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis sem gerir kröfu í þrotabú bankans. Samkvæmt kröfuhafalista Glitnis sem fréttastofa hefur undir höndum nema kröfur Birnu rétt tæpum 12,5 milljónum króna. 10. desember 2009 07:30
Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr. 10. desember 2009 09:06
Félag í eigu Bjarna krefst 130 milljóna úr búi Glitnis Sjávarsýn ehf., félag í eigu Bjarna Ármannssonar, gerir 129,5 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Þetta kemur fram í kröfuskrá bankans sem birt var kröfuhöfum í nótt. Krafan fellur undir almennar kröfur. Bjarni var bankastjóri Glitnis til ársins 2007. 10. desember 2009 09:38
Burlington Loan Management er stærsti erlendi kröfuhafi Glitnis Írska fjármálafyrirtækið Burlington Loan Management er stærsti erlendi kröfuhafi Glitnis samkvæmt kröfuhafaskrá bankans. Heildarkröfur Burlington nema hátt í 150 milljörðum kr. 10. desember 2009 08:47
Tæplega 8.700 kröfum lýst í þrotabú Glitnis Allir sem sátu í framkvæmdastjórn Glitnis, fram að gjaldþroti bankans fyrir rúmu ári, gera kröfur í þrotabú hans en tæplega 8.700 kröfum var lýst í búið, samkvæmt tilkynningu frá Slitastjórn Glitnis í gærkvöldi. 10. desember 2009 07:04
Bjarni krefst samtals 210 milljóna úr þrotabúi Glitnis Bjarni Ármannsson krefst samtals 210 milljóna króna úr þrotabúi Glitnis banka, samkvæmt kröfuhafalista bankans sem fréttastofa hefur undir höndum. Kröfuna gerir Bjarni í gegnum tvö félög sín, 130 milljónir í gegnum Sjávarsýn ehf. og 80 milljónir í gegnum Landsýn ehf. Kröfurnar eru tilkomnar vegna skuldabréfa. 10. desember 2009 10:15