Erlent

Tilvist eyjanna ræðst á ráðstefnunni

Samhliða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna er í Kaupmannahöfn efnt til loftslagsvettvangs þar sem almenningur fær tækifæri til að tjá viðhorf sín til loftslagsmála. Þar mátti sjá þessi kröfuspjöld í gær.
Nordicphotos/AFP
Samhliða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna er í Kaupmannahöfn efnt til loftslagsvettvangs þar sem almenningur fær tækifæri til að tjá viðhorf sín til loftslagsmála. Þar mátti sjá þessi kröfuspjöld í gær. Nordicphotos/AFP

Fulltrúi Kyrrahafsríkisins Tuvalu hafði ekki erindi sem erfiði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Tillaga hans um að ríki heims setji sér strangari markmið varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fékk lítinn hljómgrunn.

„Framtíð okkar ræðst af niðurstöðu þessa fundar,“ sagði Ian Fray, fulltrúi Tuvalu, á ráðstefnunni í gær. Hlýnun jarðar með bráðnun jökla hefur líklega það í för með sér að eyríkið Tuvalu fer á kaf, rétt eins og fleiri eyjar á Kyrrahafinu.

Hann lagði til að ríki heims setji sér það markmið að hitastig jarðar hækki ekki um meira en 1,5 gráður frá því sem var fyrir iðnvæðingu. Á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn er reynt að ná samkomulagi um að hitastigið hækki ekki meira en 2 gráður.

Connie Hedegaard, forseti ráðstefnunnar, sá ekki ástæðu til þess að tillagan yrði tekin fyrir, þar sem hún mætti strax andstöðu margra ríkja, meðal annars olíuframleiðsluríkja sem ættu erfitt með að standa undir ströngum takmörkunum á brennslu jarðefnaeldsneytis.

Aðaldeilumálið á ráðstefnunni snýst um fjárhagsaðstoð til fátækari ríkja til að auðvelda þeim að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×