Fanndís Friðriksdóttir tryggði Blikakonum 2-0 sigur á Aftureldingu/Fjölni með því að skora bæði mörkin í leik liðanna í Pepsi-deild kvenna.
Fanndís Friðriksdóttir var í gær valin í EM-hóp Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og hélt upp á það með því að skora mark í sitthvorum hálfleiknum í kvöld. Fanndís hefur þar með skorað 13 mörk í 14 leikjum með Blikum í sumar.
Breiðablik náði Val að stigum með þessum sigri en Valskonur eru bæði með betri markatölu en eins eiga þær leik inni á móti Þór/KA á heimavelli á morgun.