Enski boltinn

O'Neill: Hefðum átt að vinna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa.
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, segir að sínir menn hefðu átt að vinna Liverpool í kvöld en að frammistaða Pepe Reina markvarðar hafi komið í veg fyrir það.

Fernando Torres tryggði Liverpool 1-0 sigur með marki í uppbótartíma en Reina hafði varið vel frá Stewart Downing og Gabriel Agbonlahor fyrr í leiknum.

„Við áttum þetta svo sannarlega ekki skilið," sagði O'Neill eftir leikinn en þetta var fyrsti leikurinn sem Villa tapar á heimavelli í vetur. „Við áttum að gera út um leikinn miklu fyrr."

„Markvörðurinn þeirra varði ótrúlega vel nokkrum sinnum og hélt þeim inn í leiknum. Við hefðum átt að vinna en við töpuðum."

„Þetta voru grimm örlög en við munum koma til baka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×