Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu rauf 80 dollara múrinn

Í nótt rauf heimsmarkaðsverð á olíu 80 dollara múrinn á mörkuðum í Bandaríkjunum. Bandaríska léttolían, til afhendingar í desember, fór þá í 80,79 dollara tunnan.

Verðið hefur aðeins gengið til baka í morgun og stendur nú í 79,9 dollurum á tunnuna. Norðursjávarolían er hinsvegar komin í 77,7 dollara á tunnuna að því er segir á vefsíðunni e24.no.

Það er næstum nákvæmlega ár síðan að olíuverðið stóð í 80 dollurum á tunnuna.

„Það er allt sem stuðlar að hækkunum á olíuverðinu þessa dagana," segir Mike Sander hjá Sander Capital í viðtali við Bloomberg. „Útlit er fyrir að efnahagurinn sé kominn í uppsveiflu með veikan dollar í bakgrunninum. Slíkt dregur úr atvinnuleysinu sem aftur eykur eftirspurnina eftir olíu."

Ný tæknileg greining sem unnin hefur verið af Fibonacci ráðgjafafyrirtækinu sýnir að olían gæti hækkað upp í allt að 89,95 dollara á tunnuna frá að áramótum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×