Breyta verður bankalöggjöf ESB eftir íslenska bankahrunið 10. febrúar 2009 09:30 Breska fjármálaráðuneytið (FSA) segir að hrun íslensku bankanna hafi leitt í ljós að núverandi bankalöggjöf Evrópusambandsins sé ekki á vetur setjandi. Kerfi sem býður upp á að bankar utan Bretlands geti tekið við innlánum í landinu án þess að setja upp tryggingar fyrir þessum innlánum gangi ekki upp. Kröfur FSA um breytingar á bankalöggjöf ESB koma í kjölfar einhverrar verstu fjármálakreppu sem Bretland hefur upplifað, Samkvæmt frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni vinnur FSA nú ásamt alþjóðlegum aðilum að því að endurhanna bankalöggjöfina. Forstjóri FSA, Adair Turner, segir að annaðhvort þurfi þeir "meiri Evrópu eða minni Evrópu" og slíkt þurfi að ræða og semja um. Í árlegri skýrslu FSA um áhættumat kemur fram að breski bankageirinn sé viðkvæmur fyrir áframhaldandi áföllum og að bankar landsins þurfi að einbeita sér að því að lifa af til lengri tíma í stað þess að sækjast eftir skammtímagróða. Turner boðar jafnframt að bindiskylda bankanna verði aukin í samráði við alþjóðlegar stofnanir og að þær breytingar verði komnar í gagnið á næsta ári. Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Breska fjármálaráðuneytið (FSA) segir að hrun íslensku bankanna hafi leitt í ljós að núverandi bankalöggjöf Evrópusambandsins sé ekki á vetur setjandi. Kerfi sem býður upp á að bankar utan Bretlands geti tekið við innlánum í landinu án þess að setja upp tryggingar fyrir þessum innlánum gangi ekki upp. Kröfur FSA um breytingar á bankalöggjöf ESB koma í kjölfar einhverrar verstu fjármálakreppu sem Bretland hefur upplifað, Samkvæmt frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni vinnur FSA nú ásamt alþjóðlegum aðilum að því að endurhanna bankalöggjöfina. Forstjóri FSA, Adair Turner, segir að annaðhvort þurfi þeir "meiri Evrópu eða minni Evrópu" og slíkt þurfi að ræða og semja um. Í árlegri skýrslu FSA um áhættumat kemur fram að breski bankageirinn sé viðkvæmur fyrir áframhaldandi áföllum og að bankar landsins þurfi að einbeita sér að því að lifa af til lengri tíma í stað þess að sækjast eftir skammtímagróða. Turner boðar jafnframt að bindiskylda bankanna verði aukin í samráði við alþjóðlegar stofnanir og að þær breytingar verði komnar í gagnið á næsta ári.
Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira