Fjórðungur þekkir til tryggingasvika Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. febrúar 2009 07:00 Tryggingastofnun. Mynd/Pjetur 24,7 prósent aðspurðra í nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) þekkja einhvern sem svikið hefur bætur út úr tryggingafélagi. Spurt var: „Þekkir þú einhvern sem, með því að hagræða sannleikanum, hefur fengið greiddar bætur frá tryggingafélagi sem hann átti ekki rétt á eða hærri bætur en hann átti rétt á?" Kannað var viðhorf fólks til vátryggingasvika á tímabilinu 29. janúar síðastliðinn til 4. febrúar. Um er að ræða netkönnun í viðhorfahópi Gallup, en úrtakið er 1.500 manns á landinu öllu á aldrinum 16 til 75 ára. Svarhlutfall var 57,4 prósent. Um er að ræða fyrstu könnun sinnar tegundar hér á landi að sögn Helgu Jónsdóttur, lögfræðings hjá SFF. Erlendar rannsóknir sýni hins vegar að á bilinu 5 til 15 prósent útgreiddra tjónabóta megi rekja til vátryggingasvika. Þá sýni nýjar erlendar rannsóknir vísbendingar um að tryggingasvik hafi færst í vöxt með versnandi efnahagsástandi í heiminum og að viðhorf hafi breyst í þá veru að fólk sé jákvæðara í garð slíkrar háttsemi. SFF hafi því rætt við aðildarfélög sín og í framhaldinu hafi verið ákveðið að leita til Capacent um að kanna stöðu mála hér. „Svo ætlum við í framhaldinu að skoða hvað hægt er að gera til að bregðast við," segir Helga. Hvað niðurstöður þessarar fyrstu könnunar varðar segir Helga sláandi að nærri fjórðungur aðspurðra þekki einhvern sem fengið hefur bætur sem viðkomandi átti ekki rétt á. „Sömuleiðis er nokkuð hátt hlutfall þátttakenda, eða yfir 15 prósent, sem annaðhvort er sammála því eða hefur ekki á því skoðun hvort í lagi sé að hagræða sannleikanum til að frá greiddar bætur. 8,3 prósent telja í lagi að hagræða sannleiknum sér í hag og væntanlega hækkar það hlutfall þegar þeir standa frammi fyrir þeirri spurningu. En svo er auðvitað á það að líta að 84 prósent eru á móti því að hagræða sannleikanum með þessum hætti." Helga segir jafnframt áhyggjuefni að sjá hvað yngra fólk í könnuninni (16 til 35 ára) er jákvæðara gagnvart svikum en þeir sem eldri eru. „En yfirgnæfandi meirihluti, eða 87,7 prósent, telur vátryggingasvik vera alvarlegt afbrot," segir hún og kveður mikilvægt að árétta að að kostnaður vegna vátryggingasvika lendi á endanum alltaf á almennum viðskiptavinum vátryggingafélaganna. „Rétt er að halda því á lofti að langstærsti hluti vátryggingataka er heiðarlegt fólk sem á endanum þarf að standa straum af svikum sem þessum með iðgjaldagreiðslum sínum." Ljóst er að um töluverðar upphæðir er að ræða, reynist vátryggingasvik hér sambærileg við það sem erlendar rannsóknir benda til. Í nýrri könnun breska tryggingarisans RSA kemur fram að vátryggingasvik kosti breska viðskiptavini sem nemur 1,6 milljörðum punda á ári, eða yfir 260 milljarða króna. Gróft reiknað sé kostnaðurinn vel yfir milljarð á ári sé sú tala yfirfærð á Ísland miðað við höfðatölu. Ef hins vegar er reiknað með að 5 til 15 prósent greiddra bóta séu svikin þá fæst heldur hærri tala. Tölur fyrir 2008 liggja ekki fyrir en árið áður námu greiðslur vegna tjóna og líftrygginga tæpum 26 milljörðum króna. Miðað við það gæti upphæð svikinna bóta numið 1,3 til 3,9 milljarða króna á ári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
24,7 prósent aðspurðra í nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) þekkja einhvern sem svikið hefur bætur út úr tryggingafélagi. Spurt var: „Þekkir þú einhvern sem, með því að hagræða sannleikanum, hefur fengið greiddar bætur frá tryggingafélagi sem hann átti ekki rétt á eða hærri bætur en hann átti rétt á?" Kannað var viðhorf fólks til vátryggingasvika á tímabilinu 29. janúar síðastliðinn til 4. febrúar. Um er að ræða netkönnun í viðhorfahópi Gallup, en úrtakið er 1.500 manns á landinu öllu á aldrinum 16 til 75 ára. Svarhlutfall var 57,4 prósent. Um er að ræða fyrstu könnun sinnar tegundar hér á landi að sögn Helgu Jónsdóttur, lögfræðings hjá SFF. Erlendar rannsóknir sýni hins vegar að á bilinu 5 til 15 prósent útgreiddra tjónabóta megi rekja til vátryggingasvika. Þá sýni nýjar erlendar rannsóknir vísbendingar um að tryggingasvik hafi færst í vöxt með versnandi efnahagsástandi í heiminum og að viðhorf hafi breyst í þá veru að fólk sé jákvæðara í garð slíkrar háttsemi. SFF hafi því rætt við aðildarfélög sín og í framhaldinu hafi verið ákveðið að leita til Capacent um að kanna stöðu mála hér. „Svo ætlum við í framhaldinu að skoða hvað hægt er að gera til að bregðast við," segir Helga. Hvað niðurstöður þessarar fyrstu könnunar varðar segir Helga sláandi að nærri fjórðungur aðspurðra þekki einhvern sem fengið hefur bætur sem viðkomandi átti ekki rétt á. „Sömuleiðis er nokkuð hátt hlutfall þátttakenda, eða yfir 15 prósent, sem annaðhvort er sammála því eða hefur ekki á því skoðun hvort í lagi sé að hagræða sannleikanum til að frá greiddar bætur. 8,3 prósent telja í lagi að hagræða sannleiknum sér í hag og væntanlega hækkar það hlutfall þegar þeir standa frammi fyrir þeirri spurningu. En svo er auðvitað á það að líta að 84 prósent eru á móti því að hagræða sannleikanum með þessum hætti." Helga segir jafnframt áhyggjuefni að sjá hvað yngra fólk í könnuninni (16 til 35 ára) er jákvæðara gagnvart svikum en þeir sem eldri eru. „En yfirgnæfandi meirihluti, eða 87,7 prósent, telur vátryggingasvik vera alvarlegt afbrot," segir hún og kveður mikilvægt að árétta að að kostnaður vegna vátryggingasvika lendi á endanum alltaf á almennum viðskiptavinum vátryggingafélaganna. „Rétt er að halda því á lofti að langstærsti hluti vátryggingataka er heiðarlegt fólk sem á endanum þarf að standa straum af svikum sem þessum með iðgjaldagreiðslum sínum." Ljóst er að um töluverðar upphæðir er að ræða, reynist vátryggingasvik hér sambærileg við það sem erlendar rannsóknir benda til. Í nýrri könnun breska tryggingarisans RSA kemur fram að vátryggingasvik kosti breska viðskiptavini sem nemur 1,6 milljörðum punda á ári, eða yfir 260 milljarða króna. Gróft reiknað sé kostnaðurinn vel yfir milljarð á ári sé sú tala yfirfærð á Ísland miðað við höfðatölu. Ef hins vegar er reiknað með að 5 til 15 prósent greiddra bóta séu svikin þá fæst heldur hærri tala. Tölur fyrir 2008 liggja ekki fyrir en árið áður námu greiðslur vegna tjóna og líftrygginga tæpum 26 milljörðum króna. Miðað við það gæti upphæð svikinna bóta numið 1,3 til 3,9 milljarða króna á ári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira