Viðskipti innlent

Opin Kerfi Group hefja viðræður við lánadrottna um kröfur þeirra

Stjórn Opin Kerfi Group hf. mun á næstunni hefja viðræður við lánadrottna félagsins um uppgjör á kröfum á hendur félagsins þar á meðal skuldabréfa með heitið OPKF 01 1, sem eru á gjalddaga þann 20.apríl 2009.

Í tilkynningu segir að stjórn félagsins hafi að undanförnu unnið að endurskipulagningu á fjárhag félagsins. Ákveðið hefur verið að hefja viðræður við lánadrottna félagsins, þ.m.t eigendur ofangreindra skuldabréfa, um uppgjör á kröfum á hendur félaginu.

Stefnt er að því að niðurstaða verði ljós á næstu vikum.

Opin Kerfi Group hf. mun leita samkomulags við handhafa ofangreindra skuldabréfa um frestun afborgana og vaxtagreiðslna sem koma til gjalddaga þann 20. apríl 2009.

Félagið er ótengt Opnum Kerfum ehf, sem Frosti Bergsson og starfsfólk keypti síðla árs 2007.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×