Innlent

Þingfundi frestað tvisvar

Frá Alþingi
Frá Alþingi

Þingfundi sem átti að hefjast klukkan 17:30 var frestað til klukkan 17:45. Forseti Alþingis frestaði hinsvegar þingfundi aftur til klukkan 18:15. Nokkur mál eru á dagskrá þingsins og má þar nefna endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.

Einnig á að ræða breyingar á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn sem og heimild til samninga um álver í Helguvík sem hefur verið nokkuð í umræðunni.

Á dagskránni er einnig tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda og listamannalaun.

Þingfundur hófst klukkan 18:15, þar sem breytingar á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn eru ræddar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×