Íslenskt vatn verði skilgreint sem almannaeign Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. desember 2009 20:15 Jóhanna Sigurðardóttir vill að vatn verði skilgreint sem almannaeign í stjórnarskránni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að íslenskt vatn verði skilgreint sem almannaeign í stjórnarskránni. Þetta sagði Jóhanna í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún benti á að milljarður manna býr við skort á þeirri lífsundirstöðu sem fólgin er í hreinu vatni og hálfur þriðji milljarður hefði ekki aðgang að vatni sér til hreinlætis. „Það ætti því að vera eitt af okkar brýnustu verkefnum að þessi ómetanlega auðlind, íslenska vatnið, verði skilgreind í stjórnarskránni sem almannaeign - engu síður en fiskurinn í sjónum. Og sem þjóð þurfum við að beina sjónum okkar að því hvernig við getum nýtt ferskvatnslindir Íslands í þágu heimsins," sagði Jóhanna. Hún sagði jafnframt að Íslendingar ættu að stefna að því að skipta út kolefnasamböndum í orkubúskap þjóðarinnar og reka tól okkar og tæki á innlendri, endurnýjanlegri orku. „Þannig mættu Íslendingar olíukreppunni af framsýni á áttunda áratug síðustu aldar. Það varð upphafið að virkjun jarðgufu og jarðhitaleit í stórum stíl sem sparað hefur þjóðinni sem svarar einni þjóðarframleiðslu ellefta hvert ár. Tæknin færir okkur í hendur möguleika á að stefna að kolefnislausum orkubúskap á næstu áratugum. Vilji er allt sem þarf," sagði Jóhanna.Mótlætið fært fólk nær hvort öðru Í ávarpi sínu leit Jóhanna yfir farinn veg liðins árs. Hún benti á að þótt árið 2009 hafi verið erfitt hafði það ekki reynst jafn slæmt að öllu leyti og spáð hafði verið um síðustu áramót. „Atvinnuleysi hefur til dæmis orðið minna en búist var við og samdráttur í efnahagslífinu sömuleiðis," sagði Jóhanna. Hún sagði að margir hafi orðið fyrir mótlæti á árinu og slíkt væri aldrei gleðiefni. „Mótlæti er aldrei gleðiefni. Margir hafa orðið fyrir miklum áföllum vegna atvinnumissis, fjárhagslegra skakkafalla og rýrnandi kjara - og slíku fylgja þungbærar tilfinningar sem erfitt getur reynst að vinna úr. Kenndir á borð við sorg, kvíða, reiði og vonleysi hafa við þessar aðstæður brotist út í hörðum orðum og hvatvísum dómum," sagði Jóhanna. Hún benti hins vegar líka á að mótlætið hafi fært fólk nær hvert öðru. Ótal verk hafi verið unnin sem sprottin væru upp af samkennd.Uppgjör framundan Jóhanna vakti athygli á því að framundan biði uppgjör þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis yrði birt. „Boðað hefur verið að skýrslan færi okkur slæm tíðindi. Þeim skulum við taka með opnum huga - af auðmýkt, æðruleysi og yfirvegun - og ekki sópa neinu undir teppi. Það getur hent flesta að gerast brotlegir - en þá er lykilatriði hvernig menn bregðast við. Þá reynir á manndóm og þrautseigju. Vonandi berum við gæfu til að læra af reynslunni, endurskapa traust og byggja hér upp betra og réttlátara samfélag," sagði Jóhanna. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að íslenskt vatn verði skilgreint sem almannaeign í stjórnarskránni. Þetta sagði Jóhanna í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún benti á að milljarður manna býr við skort á þeirri lífsundirstöðu sem fólgin er í hreinu vatni og hálfur þriðji milljarður hefði ekki aðgang að vatni sér til hreinlætis. „Það ætti því að vera eitt af okkar brýnustu verkefnum að þessi ómetanlega auðlind, íslenska vatnið, verði skilgreind í stjórnarskránni sem almannaeign - engu síður en fiskurinn í sjónum. Og sem þjóð þurfum við að beina sjónum okkar að því hvernig við getum nýtt ferskvatnslindir Íslands í þágu heimsins," sagði Jóhanna. Hún sagði jafnframt að Íslendingar ættu að stefna að því að skipta út kolefnasamböndum í orkubúskap þjóðarinnar og reka tól okkar og tæki á innlendri, endurnýjanlegri orku. „Þannig mættu Íslendingar olíukreppunni af framsýni á áttunda áratug síðustu aldar. Það varð upphafið að virkjun jarðgufu og jarðhitaleit í stórum stíl sem sparað hefur þjóðinni sem svarar einni þjóðarframleiðslu ellefta hvert ár. Tæknin færir okkur í hendur möguleika á að stefna að kolefnislausum orkubúskap á næstu áratugum. Vilji er allt sem þarf," sagði Jóhanna.Mótlætið fært fólk nær hvort öðru Í ávarpi sínu leit Jóhanna yfir farinn veg liðins árs. Hún benti á að þótt árið 2009 hafi verið erfitt hafði það ekki reynst jafn slæmt að öllu leyti og spáð hafði verið um síðustu áramót. „Atvinnuleysi hefur til dæmis orðið minna en búist var við og samdráttur í efnahagslífinu sömuleiðis," sagði Jóhanna. Hún sagði að margir hafi orðið fyrir mótlæti á árinu og slíkt væri aldrei gleðiefni. „Mótlæti er aldrei gleðiefni. Margir hafa orðið fyrir miklum áföllum vegna atvinnumissis, fjárhagslegra skakkafalla og rýrnandi kjara - og slíku fylgja þungbærar tilfinningar sem erfitt getur reynst að vinna úr. Kenndir á borð við sorg, kvíða, reiði og vonleysi hafa við þessar aðstæður brotist út í hörðum orðum og hvatvísum dómum," sagði Jóhanna. Hún benti hins vegar líka á að mótlætið hafi fært fólk nær hvert öðru. Ótal verk hafi verið unnin sem sprottin væru upp af samkennd.Uppgjör framundan Jóhanna vakti athygli á því að framundan biði uppgjör þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis yrði birt. „Boðað hefur verið að skýrslan færi okkur slæm tíðindi. Þeim skulum við taka með opnum huga - af auðmýkt, æðruleysi og yfirvegun - og ekki sópa neinu undir teppi. Það getur hent flesta að gerast brotlegir - en þá er lykilatriði hvernig menn bregðast við. Þá reynir á manndóm og þrautseigju. Vonandi berum við gæfu til að læra af reynslunni, endurskapa traust og byggja hér upp betra og réttlátara samfélag," sagði Jóhanna.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira