Fréttir af því að Tiger Woods hafi þurft að gangast undir lýtaaðgerð eftir að eiginkona hans sló hann í framan með 9-járni tröllríða öllum fréttum þessa dagana.
Þær fréttir hafa ekki fengist staðfestar en virðast vera orðum auknar ef eitthvað er að marka orð lögreglumanns í Flórída sem hitti hann fjórum dögum eftir hina meintu líkamsárás.
Sá segir að Tiger hafi aðeins verið með feita vör en önnur merki árásar hefði ekki mátt sjá á honum.