Fyrrverandi greinandi hjá matsfyrirtækinu Moody´s hefur sakað Moody´s um að blása upp lánshæfiseinkunnir sínar. Hefur hann farið með málið fyrir ransóknarnefnd á Bandaríkjaþingi, að því er segir í blaðinu Wall Street Journal í dag.
Samkvæmt bréfi sem greinandinn, Eric Kolchinsky, skrifaði til nefndarinnar í júlí s.l. og blaðið hefur undir höndum ásakar hann Moody´s um að hafa gefið flóknum fjármálagjörningi háa einkunn þótt að Moody´s vissi að það var um það bil að lækka lánshæfiseinkunnar á undirliggjandi eignum fyrir gjörninginn.
„Moody´s gaf út mat sem var vitað að var rangt," segir Kolchinsky í bréfinu þar sem hann nefnir fleiri dæmi um að Moody´s hafi blásið upp lánshæfiseinkunnir.
Kolchinsky á að koma fyrir fyrrgreinda rannsóknarnefnd á morgun, fimmtudag, en nefnd þessi hefur eftirlit með stjórnarháttum hjá hinu opinbera í Bandaríkjunum.
Talsmaður Moody´s vill ekki tjá sig um dæmið sem Wall Street Journal greinir frá en segir að Kolchinsky hafi neitað að samvinnu við rannsókn á málinu innan Moody´s og því verið vikið frá störfum en á launum.