Viðskipti erlent

Húsaleigan lækkar í dýrustu götu heimsins

Verslunargatan Fifth Avenue í New York er á toppi listans yfir dýrustu götur heimsins en þar hefur húsaleigan lækkað töluvert í ár eða um rúm 8%. Ferfetið við götuna er nú leigt á 1.700 dollara eða um 209 þúsund kr.

 

Svipaða sögu er að segja af öðrum dýrum verslunargötum í heiminum og samkvæmt upplýsingum frá leigurisanum Cushman & Wakefield hefur húsaleiga í þessum götum ekki lækkað jafnmikið í ár eins og undanfarin 24 ár. Þetta kemur fram í umfjöll á e24.no um málið.

 

Í Hong Kong hefur leiguverðið við verslunargötuna Causeway Bay lækkað um 15% og er komið niður í tæplega 200 þúsund kr. á fermetrann. Hinsvegar heldur Champs Elysees í París að halda að mestu sínu leiguverði í kreppunni og er það rúmlega 120 þúsund kr. fyrir fermeterinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×