Umfjöllun: Stöngin, stöngin út hjá HK Hjalti Þór Hreinsson skrifar 25. nóvember 2009 20:45 Jónatan var öflugur í kvöld. Akureyringar voru stálheppnir að landa sigri gegn HK ó frábærum handboltaleik nyrðra í kvöld. Leikar enduðu 27-26 eftir æsilegar lokamínútur. HK byrjaði leikinn betur, spilaði 6-0 vörn sem tók vel á Akureyringum. Sókn þeirra fyrstu mínúturnar gekk erfiðlega, þeir stigu á línuna, skutu í vörnina og ógnuðu ekki vel. HK komst í 3-7 eftir þrettán mínútna leik en þá snerist leikurinn við. Oddur Grétarsson, einn besti leikmaður deildarinnar, kom inn á í lið Akureyrar og skoraði þrjú mörk í röð. Samtals skoraði Akureyri fimm gegn engu og komst yfir. Eftir það var hálfleikurinn jafn. Varnir liðanna voru hriplekar og sést það á hálfleiksstöðunni, 16-16. Akureyri komst tveimur mörkum yfir rétt fyrir hálfleikinn en HK jafnaði fyrir hléið. Valdimar Fannar Þórsson var allt í öllu í liði HK, skoraði fimm mörk og lagði upp mörg önnur. Akureyringar tóku frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiks og virtust ætla að stinga af. Þeir komust fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútum og héldu þeim mun þar til tíu mínútur voru eftir. Vörn þeirra var öflug og sókn HK slök. En þegar leið á sóttu HK-ingar loksins í sig veðrið. Þeir byrjuðu að nýta færin, vörnin small saman og Sveinbjörn varði vel í markinu. Þeir náðu að jafna leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir, ekki í fyrsta skipti sem Akureyri kasta frá sér forskoti með kæruleysi. Akureyri var tveimur mönnum fleiri í jafnri stöðu þegar ein og hálf mínúta lifði leiks. Heimir Örn skoraði þá sigurmarkið, 27-26. HK fór í sókn en missti boltann klaufalega, leikmenn voru ósáttir með dómara leiksins í því tilfelli. Akureyri fór í sókn og klúðraði frá sér boltanum þegar mínúta var eftir. HK fór í sókn og Sverrir Hermannsson átti skot sem fór í báðar stengurnar, og út. Akureyri fór í sókn, tók leikhlé en tapaði boltanum þegar tvær sekúndur voru eftir. Leiktíminn var stöðvaður og boltanum var svo kastað fram og um leið og lokaflautan gall skoraði HK úr ómögulegri stöðu en því miður fyrir þá var leiktíminn búinn. Ótrúlegur endir á frábærum leik. Hjá HK var Valdimar af og Sveinbjörn var öflugur í markinu. Ólafur Víðir var líka sprækur. Hjá Akureyri var Árni Þór góður í fyrri hálfleik og Jónatan og Heimir voru góður. Guðlaugur var svo frábær í vörninni. Oddur Grétarsson var þó maður leiksins, hreint frábær í vörn og sókn. Akureyri er þar með komið í annað sæti deildarinnar en liðin í þriðja og fjórða sæti eiga leiki til góða. HK er enn í fimmta sætinu.Tölfræði:Akureyri-HK 27-26 (16-16)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 6 (7), Jónatan Magnússon 5 (8/1), Árni Þór Sigtryggsson 5 (13), Andri Snær Stefánsson 4/1 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (7), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (43) 40%Hraðaupphlaup: 3 (Oddur, Andri, Jónatan).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk HK: Valdimar Þórsson 8/4 (16), Ólafur Víðir Ólafsson 7/1 (9), Atli Ingólfsson 5 (7), Sverrir Hermannsson 3 (8/1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (5), Hákon Hermannsson Bridde 1 (3), Atli Bachmann 1 (2), Ragnar Hjaltested 0 (5).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (43) 37%Hraðaupphlaup: 1 (Atli B).Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Ólafur, Hákon, Valdimar).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir. Olís-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Sjá meira
Akureyringar voru stálheppnir að landa sigri gegn HK ó frábærum handboltaleik nyrðra í kvöld. Leikar enduðu 27-26 eftir æsilegar lokamínútur. HK byrjaði leikinn betur, spilaði 6-0 vörn sem tók vel á Akureyringum. Sókn þeirra fyrstu mínúturnar gekk erfiðlega, þeir stigu á línuna, skutu í vörnina og ógnuðu ekki vel. HK komst í 3-7 eftir þrettán mínútna leik en þá snerist leikurinn við. Oddur Grétarsson, einn besti leikmaður deildarinnar, kom inn á í lið Akureyrar og skoraði þrjú mörk í röð. Samtals skoraði Akureyri fimm gegn engu og komst yfir. Eftir það var hálfleikurinn jafn. Varnir liðanna voru hriplekar og sést það á hálfleiksstöðunni, 16-16. Akureyri komst tveimur mörkum yfir rétt fyrir hálfleikinn en HK jafnaði fyrir hléið. Valdimar Fannar Þórsson var allt í öllu í liði HK, skoraði fimm mörk og lagði upp mörg önnur. Akureyringar tóku frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiks og virtust ætla að stinga af. Þeir komust fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútum og héldu þeim mun þar til tíu mínútur voru eftir. Vörn þeirra var öflug og sókn HK slök. En þegar leið á sóttu HK-ingar loksins í sig veðrið. Þeir byrjuðu að nýta færin, vörnin small saman og Sveinbjörn varði vel í markinu. Þeir náðu að jafna leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir, ekki í fyrsta skipti sem Akureyri kasta frá sér forskoti með kæruleysi. Akureyri var tveimur mönnum fleiri í jafnri stöðu þegar ein og hálf mínúta lifði leiks. Heimir Örn skoraði þá sigurmarkið, 27-26. HK fór í sókn en missti boltann klaufalega, leikmenn voru ósáttir með dómara leiksins í því tilfelli. Akureyri fór í sókn og klúðraði frá sér boltanum þegar mínúta var eftir. HK fór í sókn og Sverrir Hermannsson átti skot sem fór í báðar stengurnar, og út. Akureyri fór í sókn, tók leikhlé en tapaði boltanum þegar tvær sekúndur voru eftir. Leiktíminn var stöðvaður og boltanum var svo kastað fram og um leið og lokaflautan gall skoraði HK úr ómögulegri stöðu en því miður fyrir þá var leiktíminn búinn. Ótrúlegur endir á frábærum leik. Hjá HK var Valdimar af og Sveinbjörn var öflugur í markinu. Ólafur Víðir var líka sprækur. Hjá Akureyri var Árni Þór góður í fyrri hálfleik og Jónatan og Heimir voru góður. Guðlaugur var svo frábær í vörninni. Oddur Grétarsson var þó maður leiksins, hreint frábær í vörn og sókn. Akureyri er þar með komið í annað sæti deildarinnar en liðin í þriðja og fjórða sæti eiga leiki til góða. HK er enn í fimmta sætinu.Tölfræði:Akureyri-HK 27-26 (16-16)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 6 (7), Jónatan Magnússon 5 (8/1), Árni Þór Sigtryggsson 5 (13), Andri Snær Stefánsson 4/1 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (7), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (43) 40%Hraðaupphlaup: 3 (Oddur, Andri, Jónatan).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk HK: Valdimar Þórsson 8/4 (16), Ólafur Víðir Ólafsson 7/1 (9), Atli Ingólfsson 5 (7), Sverrir Hermannsson 3 (8/1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (5), Hákon Hermannsson Bridde 1 (3), Atli Bachmann 1 (2), Ragnar Hjaltested 0 (5).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (43) 37%Hraðaupphlaup: 1 (Atli B).Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Ólafur, Hákon, Valdimar).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir.
Olís-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Sjá meira