Innlent

Undrast tal um að seinka kosningum

Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra.
Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra.
Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, undrast yfirlýsingar forystumanna ríkisstjórnarinnar að hugsanlega eigi að seinka kjördegi og kjósa til þings á öðrum degi en áður hefur verið rætt um. Að hans mati er þetta sérkennilegt í ljósi þess að Samfylkingin hafi lagt á það áherslu að flýta kosningum í síðustu ríkisstjórn og Vinstri grænir hafi lagt ofuráheerslu að kosningar yrðu sem fyrst.

Í pistli á heimasíðu sinni segir Einar að við þjóðinni blasi gríðarleg verkefni, bæði til lengri og skemmri tíma. ,,Nú ríður á að fara í þau verk en leggja aðrar hugmyndir til hliðar. Menn verða einfaldlega að forgangsraða og leggja áherslu á þau úrlausnarefni sem snúa að heimilunum og endurreisn atvinnulífsins. Þar er um skilgreind tiltekin viðfangsefni að ræða sem menn eiga að einbeita sér að. Flóknari er sú dagskrá ekki."

Einar segir að ekki sé hægt að taka dýrmætan tíma þingmanna frá lífsnauðsynlegum viðfangsefnum til þess að sinna verkefnum sem geta beðið næsta kjörtímabils. ,,Þjóðin unir því ekki að menn dvelji dögum og vikum saman við verkefni sem ekki lúta að því treysta hag heimilanna og byggja stoðir undir atvinnulífið."

Pistil Einars er hægt að lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×