Innlent

Seðlabankafrumvarpið enn til umræðu

Þriðja og síðasta umræðan um Seðlabankafrumvarpið fer fram á Alþingi á dag. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær reikna með því að Alþingi samþykki ný lög um Seðlabanka Íslands á allra næstu dögum.

Alþingi lauk annarri umræðu um Seðlabankafrumvarpið á föstudag þar sem farið var yfir breytingatillögur eftir meðferð viðskiptanefndar á frumvarpinu. Samkvæmt því verður bankastjórn bankans lögð niður. Ráðinn verður einn seðlabankastjóri og einn aðstoðarbankastjóri. Þá hafa hæfniskröfur stjórnenda bankans verið rýmkaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×