Fótbolti

Rooney: Brasilía átti skilið að vinna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney bar fyrirliðabandið fyrir England í fyrsta skipti í dag. Hann sagði sitt lið ekki hafa átt neitt skilið í leiknum gegn Brasilíu.

„Þetta var erfiður leikur fyrir okkur. Brasilía var betra liðið og átti skilið að vinna þennan leik," sagði Rooney.

„Boltinn rúllar svakalega vel hjá þeim og þeir láta mann elta mikið. Það er erfitt að elta í 90 mínútur. Við hefðum átt að setja meiri pressu á boltann þegar þeir skora. Sem betur fer var þetta bara vináttuleikur."

Fabio Capello sagði að byrjunarlið Brasilíu væri það besta í heiminum. Hann sagði lítið að marka þennan leik þar sem svo marga menn hafi vantað í hans lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×