Fótbolti

Martins skaut Nígeríu á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var mikil stemning á leiknum í dag.
Það var mikil stemning á leiknum í dag.

Framherjinn Obafemi Martins varð þjóðhetja í Nígeríu í dag er hann skaut sínu liði á HM með sigurmarki sjö mínútum fyrir leikslok.

Nígería lagði Kenýa, 3-2, og skoraði Martins tvö af mörkum Nígeríu. Yakubu komst einnig á blað hjá Nígeríumönnum.

Þar sem Túnis tapaði á sama tíma fyrir Mósambík þá var Nígería komið á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×