Fótbolti

Pires: Domenech er aumingi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Robert Pires hefur ekki enn sagt sitt síðasta orð í stríðinu við Raymond Domenech, landsliðsþjálfara Frakka. Þjálfarinn vill ekki velja Pires í landsliðið og það er Pires afar ósáttur við.

„Ég hætti aldrei í landsliðinu. Hann henti mér út," sagði Pires foxillur í útvarpsviðtali.

„Ég gagnrýndi hann einu sinni, sagði að landsliðið væri ekki að fara rétta leið. Á endanum kastaði hann mér úr liðinu og það sem ég sagði reyndist síðan vera rétt því við þurfum að fara erfiðustu leið á HM," bætti Pires við.

„Ég er reiður við hann því hann hafði ekki kjark í sér til þess að tala við mig maður á mann. Hann er aumingi sem hefur engan persónuleika."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×