Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindavíkur, var ómyrkur í máli eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld.
„Vissulega var sóknarleikurinn slæmur en við þurfum að finna lausnir á fleiri vandamálum en í sókninni. Síðustu tveir leikir hafa ekki verið neitt sérstakir hjá okkur og vorum við einfaldlega niðurlægðir hér í kvöld. Við skoruðum ekki nema 67 stig sem er mjög lélegt hjá okkur."
„Mér fannst í raun allur leikurinn lélegur hjá okkur. Þeir bættu kannski í í seinni hálfleik en það gerðum við ekki. Því fór sem fór."
„Mér líst ekkert á ástandið eins og það er núna í okkar liði," sagði Páll Axel.
