Viðskipti innlent

Stjörnu-Oddi gegn svínaflensu

Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar
Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda
Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda Markaðurinn/GVA

„Menn eru alltaf að vinna að því að slökkva elda. Þegar flensutilvik koma upp á borð við svínaflensuna fara teymi af stað sem reyna að búa til lyf gegn vírusnum áður en hann dreifir úr sér. Vika til eða frá skiptir miklu máli," segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda.

Fyrirtækið hefur síðastliðin fjögur ár framleitt örsmáa hitasírita sem alþjóðleg teymi nota til rannsókna á vírusum á borð við svínaflensuna sem kom upp í Mexíkó í nýliðnum mánuði og hefur greinst víða um heim.

Flogið er með vírusinn á rannsóknastofur víða, hann einangraður og rannsakaður. Tilraunadýr, svo sem rottur og mýs, eru notaðar við rannsóknir á vírusunum en hitasírita Stjörnu-Odda komið fyrir í dýrunum áður en vírus er settur í þau og mælir síritinn viðbrögð ónæmiskerfisins við lyfjagjöf. Gögnum er svo hlaðið inn í tölvu til frekari úrvinnslu og greininga.- jab










Fleiri fréttir

Sjá meira


×