Viðskipti innlent

Opin Kerfi Group töpuðu 892 milljónum í fyrra

Opin Kerfi Group töpuðu 892 milljónum kr. eftir skatta og óreglulega starfssemi á síðasta ári. Árið 2007 skilaði samstæðan hagnaði upp á 169 milljónir fyrir sama tímabil.

Munar hér mestu um afskriftir vegna gjaldþrots dótturfélags Opinna Kerfa Group hf , Kerfi A/S í Danmörku.

Í tilkynningu segir að heildar rekstrartekjur Opin Kerfi Group á ársinu 2008 var 7.804 milljónir króna, samanborið við 8.444 milljónir króna árið 2007. Allar tekjur félagsins eiga nú uppruna sinn í erlendri starfsemi félagins.

Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 339 milljónir króna samanborið við 154 milljóna tap árið áður. Forráðamenn félagsins gera ráð fyrir að rekstur félagsins verði mun þyngri á yfirstandandi ári en á árinu 2008.

Eiginfjárhlutfall félagsins er 34,1% og arðsemi eigin fjár neikvæð um 71,8%. Fjöldi starfsmanna var á tímabilinu um 290.

Opin Kerfi Group hf samanstendur í dag af móðurfélaginu, einu eignarhaldsfélagi og einu rekstrarfélagi sem er Kerfi AB í Svíþjóð.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×