Ummæli Björgvins og Árna Páls óskynsamleg Magnús Már Guðmundsson skrifar 21. apríl 2009 14:45 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. MYND/Pjetur Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir óskynsamlegt af Björgvini G. Sigurðssyni og Árna Páli Árnasyni, þingmönnum Samfylkingarinnar, að loka sig af með yfirlýsingum um Evrópumál og stjórnarsamstarf við Vinstri græna. Hann heldur ró sinni yfir ummælum tvíeykisins. „Ég held að þessir höfðingjar séu að reyna stappi stálinu í sjálfa sig," segir formaðurinn. Björgvin útilokaði á borgarafundi Ríkissjónvarpsins í gær samstarf við Vinstri græna nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Þá sagði Árni Páll í kosningaumræðuþætti Stöðvar 2 að Samfylkingin leggi höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum þingkosningunum á laugardaginn.Jóhanna og Össur tala með öðrum hætti „Ég hef ekki heyrt þetta sett fram með sama hætti af formanni Samfylkingarinnar eða öðrum forystumönnum eins og utanríkisráðherra, en þau fara nú kannski með prókúruna að hálfu Samfylkingarinnar," segir Steingrímur sem kveðst taka undir með Jóhönnu Sigurðardóttur að farið verði yfir þetta mál þegar til stjórnarmyndunarviðræðna komi. „En ég get ekki leynt því að mér finnst frekar óskynsamlegt hjá mönnum að fara að loka sig af með þessum hætti." „Þeim mun minni úrslistakosti eða fyrirfram skilyrði sem menn setja, þeim mun auðveldara er að ganga til viðræðna," segir formaðurinn. Steingrímur segist hafa rætt Evrópumálin líkt og önnur mál við Jóhönnu og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og fyrrum formann Samfylkingarinnar, en það sé algjörlega ósamið um það eins og allt annað.Flokkar með ólíkar skoðanir hafa áður myndað ríkisstjórnir Steingrímur segist ekki hafa séð neitt sem hann telji að útiloki að flokkarnir nái saman í Evrópumálum. „Ég bendi á að þessi staða hefur áður verið uppi og menn hafa myndað ríkisstjórnir á Íslandi, Noregi og víðar sem samanstaðið hafa af flokkum með ólíkar skoðanir í Evrópumálum."Mikil ábyrgð fylgir kosningasigri vinstriflokkanna Á Íslandi hefur aldrei verið mynduð tveggja flokka meirihlutastjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Mesta samanlagða fylgi vinstriflokka var í þingkosningunum 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag fengu 44,6% atkvæða. Steingrímur segir að fái Vinstri grænir og Samfylkingin meirihluta í kosningunum á laugardaginn sé um að ræða ákaflega sterk skilaboð frá þjóðinni. „Ef þessir tveir flokkar standa með traustan meirihluta bak við sig að morgni sunnudagsins 26. apríl þá eru það ákaflega sterk skilaboð frá þjóðinni. Menn verða að taka mark á því og það leggur öllum mikla ábyrgð á herðar. Við ætlum ekki að hlaupast frá henni," segir Steingrímur. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29 Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42 Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40 Katrín: Ekki hægt að setja ófrávíkjanleg skilyrði Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að engin geti sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta kom fram í máli Katrín Jakobsdóttur í kosningaumræðuþætti fréttastofu - Hvernig á að bjarga Íslandi? - í gær. Áður hafði Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagt að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningunum á laugardaginn. 21. apríl 2009 10:47 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir óskynsamlegt af Björgvini G. Sigurðssyni og Árna Páli Árnasyni, þingmönnum Samfylkingarinnar, að loka sig af með yfirlýsingum um Evrópumál og stjórnarsamstarf við Vinstri græna. Hann heldur ró sinni yfir ummælum tvíeykisins. „Ég held að þessir höfðingjar séu að reyna stappi stálinu í sjálfa sig," segir formaðurinn. Björgvin útilokaði á borgarafundi Ríkissjónvarpsins í gær samstarf við Vinstri græna nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Þá sagði Árni Páll í kosningaumræðuþætti Stöðvar 2 að Samfylkingin leggi höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum þingkosningunum á laugardaginn.Jóhanna og Össur tala með öðrum hætti „Ég hef ekki heyrt þetta sett fram með sama hætti af formanni Samfylkingarinnar eða öðrum forystumönnum eins og utanríkisráðherra, en þau fara nú kannski með prókúruna að hálfu Samfylkingarinnar," segir Steingrímur sem kveðst taka undir með Jóhönnu Sigurðardóttur að farið verði yfir þetta mál þegar til stjórnarmyndunarviðræðna komi. „En ég get ekki leynt því að mér finnst frekar óskynsamlegt hjá mönnum að fara að loka sig af með þessum hætti." „Þeim mun minni úrslistakosti eða fyrirfram skilyrði sem menn setja, þeim mun auðveldara er að ganga til viðræðna," segir formaðurinn. Steingrímur segist hafa rætt Evrópumálin líkt og önnur mál við Jóhönnu og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og fyrrum formann Samfylkingarinnar, en það sé algjörlega ósamið um það eins og allt annað.Flokkar með ólíkar skoðanir hafa áður myndað ríkisstjórnir Steingrímur segist ekki hafa séð neitt sem hann telji að útiloki að flokkarnir nái saman í Evrópumálum. „Ég bendi á að þessi staða hefur áður verið uppi og menn hafa myndað ríkisstjórnir á Íslandi, Noregi og víðar sem samanstaðið hafa af flokkum með ólíkar skoðanir í Evrópumálum."Mikil ábyrgð fylgir kosningasigri vinstriflokkanna Á Íslandi hefur aldrei verið mynduð tveggja flokka meirihlutastjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Mesta samanlagða fylgi vinstriflokka var í þingkosningunum 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag fengu 44,6% atkvæða. Steingrímur segir að fái Vinstri grænir og Samfylkingin meirihluta í kosningunum á laugardaginn sé um að ræða ákaflega sterk skilaboð frá þjóðinni. „Ef þessir tveir flokkar standa með traustan meirihluta bak við sig að morgni sunnudagsins 26. apríl þá eru það ákaflega sterk skilaboð frá þjóðinni. Menn verða að taka mark á því og það leggur öllum mikla ábyrgð á herðar. Við ætlum ekki að hlaupast frá henni," segir Steingrímur.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29 Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42 Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40 Katrín: Ekki hægt að setja ófrávíkjanleg skilyrði Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að engin geti sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta kom fram í máli Katrín Jakobsdóttur í kosningaumræðuþætti fréttastofu - Hvernig á að bjarga Íslandi? - í gær. Áður hafði Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagt að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningunum á laugardaginn. 21. apríl 2009 10:47 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29
Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42
Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40
Katrín: Ekki hægt að setja ófrávíkjanleg skilyrði Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að engin geti sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta kom fram í máli Katrín Jakobsdóttur í kosningaumræðuþætti fréttastofu - Hvernig á að bjarga Íslandi? - í gær. Áður hafði Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagt að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningunum á laugardaginn. 21. apríl 2009 10:47