Innlent

Katrín sækist eftir endurkjöri

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sækist eftir að leiða lista flokksins í öðruhvoru Reykjavíkurkjördæminu og gefur kost á sér í forvali Vinstri-grænna í Reykjavík sem haldið verður 7. mars næstkomandi.

Katrín leiddi lista Vinstri-grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningum 2007 og hefur setið á þingi fyrir hreyfinguna síðan. Hún gegnir nú embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar.

Katrín er með meistarapróf í íslenskum bókmenntum og fékkst við útgáfustörf, kennslu og ritstörf áður en hún settist á þing. Þá var hún varaborgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann frá 2002 til 2006 og hefur gegnt embætti varaformanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs síðan 2003. Katrín er gift Gunnari Sigvaldasyni og saman eiga þau tvo syni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×