Innlent

Ari gefur kost sér í prófkjöri VG

Ari Matthíasson.
Ari Matthíasson.
Ari Matthíasson, leikari og áður framkvæmdastjóri hjá SÁÁ, gefur kost á mér í 2. sæti á lista VG í Reykjavík. Mikilvægustu verkefni okkar Íslendinga á næstunni snúa að því að slá skjaldborg um velferðarkerfið og að tryggja fjárhagslegt öryggi heimilinanna, að mati Ara.

,,Það verður einungis gert með auknum jöfnuði og félagshyggju. Á tímum samdráttar og niðurskurðar er hætt við því að hinir atvinnulausu og þeir sem standa á einhvern hátt höllum fæti þurfi á öflugum málsvara að halda. Ég býð mig fram til þess.

Munum að kaupmáttur og lífskjör á Íslandi voru um síðustu aldamót með því besta sem gerist í heiminum og engin ástæða er til að efast um að svo geti orðið að nýju. Til þess þarf að lágmarka tjón okkar af óreiðumönnunum og koma illa fengnum auði aftur inn í velferðarkerfið," segir Ari í tilkynningu.

Ari er lærður leikari frá Leiklistarskóla Íslands, hefur hlotið meistaragráðu í stjórnun og viðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík, er með skipsstjórnarréttindi og stundar nú meistaranám í hagfræði í Háskóla Íslands.

,,Ég hef starfað sem togarasjómaður, leikið, leikstýrt og framleitt, starfað við markaðsstörf og ráðgjöf og verið stjórnandi í heilbrigðisstofnun. Ég tel að þessi fjölbreytta menntun og starfsreynsla muni nýtast vel í því mikilvæga uppbyggingarstarfi sem framundan er á Íslandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×