Sigurður Einarsson gefur lítið fyrir ummæli Tony Shearer 3. febrúar 2009 15:47 „Ég gef lítið fyrir þau ummæli sem Tony Presley Shearer hefur viðhaft um Kaupþing meðal annars fyrir þingnefnd í Bretlandi," segir Sigurður Einarsson fyrrum forstjóri Kaupþings. „Þessi ummæli verður að skoða í því ljósi að fljótlega eftir yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander tjáðum við honum að hann væri ekki í framtíðaráformum okkar". Eins og fram hefur komið í fréttum hér telur Shearer sem er fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, að yfirmenn Kaupþings hafi alls ekki verið hæfir sökum reynsluleysis í alþjóðamálum og bankarekstri. Sigurður segir að frá fyrstu kynnum hafi Shearer tekið þeim mjög vel en eftir að honum var sagt upp breyttist afstaða hans gagnvart Kaupþingi á undurskömmum tíma, enda tók hann uppsögninni þunglega. „Við buðum honum þá að vera stjórnarformaður til skamms tíma á meðan yfirtakan færi í gegn, en hann afþakkaði það," segir Sigurður. „Mér þykir furðulegt að þessi maður sé að tjá sig með þeim hætti sem hann gerir, því undir hans stjórn hafði breska fjármálaeftirlitið gert alvarlegar athugasemdir við rekstur Singer & Friedlander og kom það í hlut stjórnenda Kaupþings að lagfæra þau mál. Fjármálaeftirlitið kannaði okkur mjög rækilega í tvígang án nokkurra teljandi athugasemda og hefur alfarið vísað á bug ávirðingum Tony Presley Shearer. Ég gef því satt að segja ekkert fyrir þessi ummæli hans." „Ég harma það annars að nota eigi nafn Kaupþings í þeim pólitíska tilgangi að koma höggi á breska fjármálaeftirlitið, en Kaupthing Singer & Friedlander var í mjög góðu ástandi allt þar til tilraun var gerð til að þjóðnýta Glitni banka vikuna fyrir fall bankans." „Þeir sem þekkja rekstur Kaupþings sjá á augabragði að ýmsar tölulegar upplýsingar um rekstur okkar sem Tony Presley Shearer hefur nefnt eru rangar og sumar reyndar algerlega út úr kú. Hlutfall gengishagnaðar í rekstri Kaupþings var um það bil þriðjungur af hagnaði fyrir það tímabil sem hann vísar til en ekki 90% eins og hann nefnir og svona gæti ég áfram haldið." Tengdar fréttir Breska Fjármálaeftirlitið var varað við yfirtöku Kaupþings á S&F Forstjóri Singer & Friedlander varaði Breska Fjármálaeftirlitið við því að heimila yfirtöku Kaupþings á bankanum árið 2005. Þetta kemur fram á vef Times Online í kvöld. 2. febrúar 2009 23:12 Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. 3. febrúar 2009 09:11 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Ég gef lítið fyrir þau ummæli sem Tony Presley Shearer hefur viðhaft um Kaupþing meðal annars fyrir þingnefnd í Bretlandi," segir Sigurður Einarsson fyrrum forstjóri Kaupþings. „Þessi ummæli verður að skoða í því ljósi að fljótlega eftir yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander tjáðum við honum að hann væri ekki í framtíðaráformum okkar". Eins og fram hefur komið í fréttum hér telur Shearer sem er fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, að yfirmenn Kaupþings hafi alls ekki verið hæfir sökum reynsluleysis í alþjóðamálum og bankarekstri. Sigurður segir að frá fyrstu kynnum hafi Shearer tekið þeim mjög vel en eftir að honum var sagt upp breyttist afstaða hans gagnvart Kaupþingi á undurskömmum tíma, enda tók hann uppsögninni þunglega. „Við buðum honum þá að vera stjórnarformaður til skamms tíma á meðan yfirtakan færi í gegn, en hann afþakkaði það," segir Sigurður. „Mér þykir furðulegt að þessi maður sé að tjá sig með þeim hætti sem hann gerir, því undir hans stjórn hafði breska fjármálaeftirlitið gert alvarlegar athugasemdir við rekstur Singer & Friedlander og kom það í hlut stjórnenda Kaupþings að lagfæra þau mál. Fjármálaeftirlitið kannaði okkur mjög rækilega í tvígang án nokkurra teljandi athugasemda og hefur alfarið vísað á bug ávirðingum Tony Presley Shearer. Ég gef því satt að segja ekkert fyrir þessi ummæli hans." „Ég harma það annars að nota eigi nafn Kaupþings í þeim pólitíska tilgangi að koma höggi á breska fjármálaeftirlitið, en Kaupthing Singer & Friedlander var í mjög góðu ástandi allt þar til tilraun var gerð til að þjóðnýta Glitni banka vikuna fyrir fall bankans." „Þeir sem þekkja rekstur Kaupþings sjá á augabragði að ýmsar tölulegar upplýsingar um rekstur okkar sem Tony Presley Shearer hefur nefnt eru rangar og sumar reyndar algerlega út úr kú. Hlutfall gengishagnaðar í rekstri Kaupþings var um það bil þriðjungur af hagnaði fyrir það tímabil sem hann vísar til en ekki 90% eins og hann nefnir og svona gæti ég áfram haldið."
Tengdar fréttir Breska Fjármálaeftirlitið var varað við yfirtöku Kaupþings á S&F Forstjóri Singer & Friedlander varaði Breska Fjármálaeftirlitið við því að heimila yfirtöku Kaupþings á bankanum árið 2005. Þetta kemur fram á vef Times Online í kvöld. 2. febrúar 2009 23:12 Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. 3. febrúar 2009 09:11 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Breska Fjármálaeftirlitið var varað við yfirtöku Kaupþings á S&F Forstjóri Singer & Friedlander varaði Breska Fjármálaeftirlitið við því að heimila yfirtöku Kaupþings á bankanum árið 2005. Þetta kemur fram á vef Times Online í kvöld. 2. febrúar 2009 23:12
Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. 3. febrúar 2009 09:11