Þorsteini Pálssyni svarað Árni Finnsson skrifar 3. febrúar 2009 06:00 Þorsteinn Pálsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins þann 30. janúar, að „Rök þeirra gegn hvalveiðum byggjast hins vegar á því að Ísland verði að fylgja alþjóðapólitískum rétttrúnaði án tillits til fullveldisréttinda, vísindalegrar ráðgjafar um sjálfbæra nýtingu og heimilda að þjóðarétti. Öll er sú rökfærsla þverstæðukennd.“ Hér verður Þorsteini fótaskortur. Það var einmitt þessi „alþjóðapólitísk[i] rétttrúnaður“ sem Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson blésu á þegar Smuguveiðarnar voru til umfjöllunar árið 1993. Þorsteinn Pálsson, þá sjávarútvegsráðherra, var hins vegar andvígur Smuguveiðum enda fylgjandi „alþjóðapólitískum rétttrúnaði“ með vísan til skuldbindinga Íslands samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, að ógleymdum þeim málstað sem Íslendingar þá fylgdu í samningum um Úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því miður varð Þorsteinn að láta í minni pokann fyrir Davíð og Jóni Baldvin. Vert er minna á að Hafréttarsáttmálinn veitir Íslandi 200 mílna fiskveiðilögsögu en ekki lögsögu yfir hvölum. Samkvæmt 65. grein sáttmálans eru sjávarspendýr undanskilin rétti strandríkja til nýtingar og er sérstaklega kveðið á um að ríki skuli eiga samvinnu um verndun og nýtingu sjávarspendýra, einkum hvala. Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra lungann úr 10. áratug síðustu aldar. Á þeim tíma fleygði hann og íslensk stjórnvöld hundruðum milljóna króna í tilraunir til að koma á nýju hvalveiðiráði (NAMMCO), stofnun sem Þorsteinn vissi mæta vel að myndi aldrei öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagins. Sennilega er það þess vegna sem ritstjórinn rökfasti reynir enn að verja hvalveiðar. Annað er að Evrópusinninn Þorsteinn Pálsson fagnar mjög pungsparki fráfarandi sjávarútvegsráðherra í Evrópusinna, hvort heldur er innan nýrrar ríkisstjórnar eða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir tvo mánuði. Komi svo á daginn – sem verður að teljast líklegt – að ekki reynist unnt að selja hvalkjötið í Japan fyrr en seint og síðar meir – og þá við lágu verði – er hætt við að barátta Þorsteins fyrir hagnýtingu hvala með sprengiskutli verði Íslendingum bara til vandræða í samningum um aðild að ESB. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins þann 30. janúar, að „Rök þeirra gegn hvalveiðum byggjast hins vegar á því að Ísland verði að fylgja alþjóðapólitískum rétttrúnaði án tillits til fullveldisréttinda, vísindalegrar ráðgjafar um sjálfbæra nýtingu og heimilda að þjóðarétti. Öll er sú rökfærsla þverstæðukennd.“ Hér verður Þorsteini fótaskortur. Það var einmitt þessi „alþjóðapólitísk[i] rétttrúnaður“ sem Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson blésu á þegar Smuguveiðarnar voru til umfjöllunar árið 1993. Þorsteinn Pálsson, þá sjávarútvegsráðherra, var hins vegar andvígur Smuguveiðum enda fylgjandi „alþjóðapólitískum rétttrúnaði“ með vísan til skuldbindinga Íslands samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, að ógleymdum þeim málstað sem Íslendingar þá fylgdu í samningum um Úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því miður varð Þorsteinn að láta í minni pokann fyrir Davíð og Jóni Baldvin. Vert er minna á að Hafréttarsáttmálinn veitir Íslandi 200 mílna fiskveiðilögsögu en ekki lögsögu yfir hvölum. Samkvæmt 65. grein sáttmálans eru sjávarspendýr undanskilin rétti strandríkja til nýtingar og er sérstaklega kveðið á um að ríki skuli eiga samvinnu um verndun og nýtingu sjávarspendýra, einkum hvala. Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra lungann úr 10. áratug síðustu aldar. Á þeim tíma fleygði hann og íslensk stjórnvöld hundruðum milljóna króna í tilraunir til að koma á nýju hvalveiðiráði (NAMMCO), stofnun sem Þorsteinn vissi mæta vel að myndi aldrei öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagins. Sennilega er það þess vegna sem ritstjórinn rökfasti reynir enn að verja hvalveiðar. Annað er að Evrópusinninn Þorsteinn Pálsson fagnar mjög pungsparki fráfarandi sjávarútvegsráðherra í Evrópusinna, hvort heldur er innan nýrrar ríkisstjórnar eða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir tvo mánuði. Komi svo á daginn – sem verður að teljast líklegt – að ekki reynist unnt að selja hvalkjötið í Japan fyrr en seint og síðar meir – og þá við lágu verði – er hætt við að barátta Þorsteins fyrir hagnýtingu hvala með sprengiskutli verði Íslendingum bara til vandræða í samningum um aðild að ESB. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun