Íslendingar erlendis: Rúrik skaut OB á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2009 11:00 Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Daníel Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum víða um Evrópu. Þar bar helst að Rúrik Gíslason skoraði annað marka OB í 2-0 sigri á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Rúrik lék allan leikinn í liði OB sem tyllti sér á topp deildarinnar með sigrinum. Esbjerg getur þó endurheimt toppsætið með sigri á AGF á morgun. Stefán Logi Magnússon náði ekki að koma í veg fyrir að Fredrikstad ynni mikilvægan sigur á Lilleström í botnbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Fredrikstad vann leikinn, 1-0, en Garðar Jóhannsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Fredrikstad skoraði sigurmark leiksins sex mínútum síðar. Stefán Logi Magnússon lék allan leikinn í marki Lilleström. Fredrikstad kom sér úr fallsæti með sigrinum en á engu að síður fyrir höndum erfiða baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Í Svíþjóð lagði Theodór Elmar Bjarnason upp eina mark IFK Gautaborgar er liðið tapaði fyrir Kalmar á útivelli, 2-1. Hann lék allan leikinn í liði Gautaborgar, rétt eins og Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson. Gautaborg mátti ekki við því að tapa þessum leik en liðið er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 47 stig, rétt eins og AIK sem á nú leik til góða. Liðið mætir Djurgården á morgun. Kalmar er nú í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Falkirk sem gerði markalaust jafntefli við Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni í gær. Hann var tekinn af velli á 61. mínútu. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Hearts sem vann 2-1 sigur á Hamilton en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hearts er í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Falkirk í því ellefta og næstneðsta með þrjú stig. Þá lék Bjarni Þór Viðarsson allan leikinn er Roeselare gerði 1-1 jafntefli við Genk í belgísku úrvalsdeildinni. Roeselare er enn án sigurs í deildinni en liðið er í botnsæti deildarinnar með þrjú stig eftir níu leiki. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum víða um Evrópu. Þar bar helst að Rúrik Gíslason skoraði annað marka OB í 2-0 sigri á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Rúrik lék allan leikinn í liði OB sem tyllti sér á topp deildarinnar með sigrinum. Esbjerg getur þó endurheimt toppsætið með sigri á AGF á morgun. Stefán Logi Magnússon náði ekki að koma í veg fyrir að Fredrikstad ynni mikilvægan sigur á Lilleström í botnbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Fredrikstad vann leikinn, 1-0, en Garðar Jóhannsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Fredrikstad skoraði sigurmark leiksins sex mínútum síðar. Stefán Logi Magnússon lék allan leikinn í marki Lilleström. Fredrikstad kom sér úr fallsæti með sigrinum en á engu að síður fyrir höndum erfiða baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Í Svíþjóð lagði Theodór Elmar Bjarnason upp eina mark IFK Gautaborgar er liðið tapaði fyrir Kalmar á útivelli, 2-1. Hann lék allan leikinn í liði Gautaborgar, rétt eins og Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson. Gautaborg mátti ekki við því að tapa þessum leik en liðið er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 47 stig, rétt eins og AIK sem á nú leik til góða. Liðið mætir Djurgården á morgun. Kalmar er nú í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Falkirk sem gerði markalaust jafntefli við Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni í gær. Hann var tekinn af velli á 61. mínútu. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Hearts sem vann 2-1 sigur á Hamilton en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hearts er í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Falkirk í því ellefta og næstneðsta með þrjú stig. Þá lék Bjarni Þór Viðarsson allan leikinn er Roeselare gerði 1-1 jafntefli við Genk í belgísku úrvalsdeildinni. Roeselare er enn án sigurs í deildinni en liðið er í botnsæti deildarinnar með þrjú stig eftir níu leiki.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira