Innlent

Tinna áfram í Þjóðleikhúsinu

Tinna Gunnlaugsdóttir.
Tinna Gunnlaugsdóttir.

Menntamálaráðherra hefur skipað Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra til næstu fimm ára, frá og með 1. janúar 2010 en hún hefur gegnt stöðunni frá árinu 2004. Í tilkynningu frá menntamálaráðherra segir að við ákvörðunina hafi bæði verið tekið tillit til álits þjóðleikhúsráðs og viðtala við umsækjendur.

„Við skipun Tinnu Gunnlaugsdóttur er litið til framtíðarsýnar hennar og reynslu af stjórnun og daglegum rekstri. Þegar horft var sérstaklega til framtíðarsýnar umsækjenda í ljósi fyrirsjáanlegs niðurskurðar voru hugmyndir Tinnu mjög vel mótaðar," segir í tilkynningunni.

Að mati ráðherrans hefur rekstur Þjóðleikhússins á síðustu misserum verið aðlagaður mjög að fjárlagaramma auk þess sem eftirlit og áætlanagerð hefur verið efld.

Kolbrún líka mjög vel hæf

Þjóðleikhúsráð veitti álit í málinu og þar kom fram að allir umsækjendur væru hæfir en tveir umsækjendur, Tinna Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir, væru mjög vel hæfir. „Eftir viðtöl þriggja starfsmanna menntamálaráðuneytisins undir stjórn sérfræðings í mannauðsstjórnun voru þrjár metnar hæfastar: Kolbrún Halldórsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×