Innlent

Átt þú þessi dekk?

Umrædd dekk.
Umrædd dekk.
Nokkur dekk á felgum voru haldlögð í Árbæ um miðjan dag í gær. Dekkin höfðu verið auglýst til sölu á Netinu en talið er að þeim hafi verið stolið. Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í tengslum við rannsóknina en hann sagðist nýlega hafa fundið dekkin í öðru hverfi í borginni og slegið eign sinni á þau. Lögreglan leitar því réttmæts eiganda dekkjanna en sá hinn sami getur haft samband við lögregluna í síma 444-1190 á skrifstofutíma. Óskað verður eftir staðfestingu á eignarhaldi en dekkin má sjá á myndinni hér að neðan.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þá segir að sem fyrr hvetji lögreglan fólk til að hafa samband þegar þýfi er annars vegar.

„Ennfremur er minnt á ábyrgð þess, þegar svo ber undir, sem kaupir þýfi. Í 264. gr. almennra hegningarlaga er m.a. kveðið á um eftirfarandi: Hver sem tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti samkvæmt lögum þessum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Sömu refsingu skal sá sæta sem geymir eða flytur slíkan ávinning, aðstoðar við afhendingu hans eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af broti. Nú er brot ítrekað eða stórfellt og getur refsing þá orðið fangelsi allt að 4 árum. Sé brot framið af gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×