Íslendingar bera pólitíska ábyrgð í málum flóttamannanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. október 2009 10:36 Það skiptir máli að stjórnvöld skoði út frá pólitískum forsendum af hvaða ástæðum fólki er vísað út úr landi, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. Eins og kunnugt er hefur fjórum flóttamönnum frá Afganistan og Írak verið vísað frá landinu. Sá fimmti er í felum af ótta við að honum verði jafnframt vísað á brott. Stefán Pálsson, áhrifamaður innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, gagnrýndi dómsmálaráðherra harðlega vegna máls flóttamannanna á bloggi sínu í gær og segir daga hennar í embætti senn talda. Katrín segir hins vegar að ágætis ánægja ríki með störf dómsmálaráðherra. Á síðasta ríkisstjórnarfundi hafi verið samþykkt tillaga hennar um að stjórnarflokkarnir skipuðu fjögurra manna hóp til þess að fara yfir það hvernig framkvæmd í málefnum flóttamanna væri háttað og hvað þyrfti að bæta. „Fólk hefur fengið leyfi til að vera hér út frá mannúðarsjónarmiðum. Sú breyting sem hefur orðið í tíð þessarar ríkisstjórnar er að forsendur eru metnar út frá tilfelli hvers og eins og það er bara spurning hvaða breytur eru teknar þar inn í. Að mínu mati mætti skoða það hvaðan þetta fólk er að koma og hvaða ábyrgð við berum gagnvart þessum löndum sem þeir eru að koma frá, Írak og Afganistan," segir Katrín. Hún segir að Íslendingar beri ákveðna pólitíska ábyrgð eftir þann hernað sem hefur verið í þessum löndum. Katrín segir að dómsmálaráðherra vinni eftir þeirri stefnu sem ríkisstjórnarflokkarnir marki. Það sé þeirra verkefni að koma stefnunni rétt á framfæri. Þá segir Katrín jafnframt að verið sé að skoða sérstaklega málefni tveggja þeirra flóttamanna sem sendir voru á brott. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Það skiptir máli að stjórnvöld skoði út frá pólitískum forsendum af hvaða ástæðum fólki er vísað út úr landi, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. Eins og kunnugt er hefur fjórum flóttamönnum frá Afganistan og Írak verið vísað frá landinu. Sá fimmti er í felum af ótta við að honum verði jafnframt vísað á brott. Stefán Pálsson, áhrifamaður innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, gagnrýndi dómsmálaráðherra harðlega vegna máls flóttamannanna á bloggi sínu í gær og segir daga hennar í embætti senn talda. Katrín segir hins vegar að ágætis ánægja ríki með störf dómsmálaráðherra. Á síðasta ríkisstjórnarfundi hafi verið samþykkt tillaga hennar um að stjórnarflokkarnir skipuðu fjögurra manna hóp til þess að fara yfir það hvernig framkvæmd í málefnum flóttamanna væri háttað og hvað þyrfti að bæta. „Fólk hefur fengið leyfi til að vera hér út frá mannúðarsjónarmiðum. Sú breyting sem hefur orðið í tíð þessarar ríkisstjórnar er að forsendur eru metnar út frá tilfelli hvers og eins og það er bara spurning hvaða breytur eru teknar þar inn í. Að mínu mati mætti skoða það hvaðan þetta fólk er að koma og hvaða ábyrgð við berum gagnvart þessum löndum sem þeir eru að koma frá, Írak og Afganistan," segir Katrín. Hún segir að Íslendingar beri ákveðna pólitíska ábyrgð eftir þann hernað sem hefur verið í þessum löndum. Katrín segir að dómsmálaráðherra vinni eftir þeirri stefnu sem ríkisstjórnarflokkarnir marki. Það sé þeirra verkefni að koma stefnunni rétt á framfæri. Þá segir Katrín jafnframt að verið sé að skoða sérstaklega málefni tveggja þeirra flóttamanna sem sendir voru á brott.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira