Íslendingar bera pólitíska ábyrgð í málum flóttamannanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. október 2009 10:36 Það skiptir máli að stjórnvöld skoði út frá pólitískum forsendum af hvaða ástæðum fólki er vísað út úr landi, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. Eins og kunnugt er hefur fjórum flóttamönnum frá Afganistan og Írak verið vísað frá landinu. Sá fimmti er í felum af ótta við að honum verði jafnframt vísað á brott. Stefán Pálsson, áhrifamaður innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, gagnrýndi dómsmálaráðherra harðlega vegna máls flóttamannanna á bloggi sínu í gær og segir daga hennar í embætti senn talda. Katrín segir hins vegar að ágætis ánægja ríki með störf dómsmálaráðherra. Á síðasta ríkisstjórnarfundi hafi verið samþykkt tillaga hennar um að stjórnarflokkarnir skipuðu fjögurra manna hóp til þess að fara yfir það hvernig framkvæmd í málefnum flóttamanna væri háttað og hvað þyrfti að bæta. „Fólk hefur fengið leyfi til að vera hér út frá mannúðarsjónarmiðum. Sú breyting sem hefur orðið í tíð þessarar ríkisstjórnar er að forsendur eru metnar út frá tilfelli hvers og eins og það er bara spurning hvaða breytur eru teknar þar inn í. Að mínu mati mætti skoða það hvaðan þetta fólk er að koma og hvaða ábyrgð við berum gagnvart þessum löndum sem þeir eru að koma frá, Írak og Afganistan," segir Katrín. Hún segir að Íslendingar beri ákveðna pólitíska ábyrgð eftir þann hernað sem hefur verið í þessum löndum. Katrín segir að dómsmálaráðherra vinni eftir þeirri stefnu sem ríkisstjórnarflokkarnir marki. Það sé þeirra verkefni að koma stefnunni rétt á framfæri. Þá segir Katrín jafnframt að verið sé að skoða sérstaklega málefni tveggja þeirra flóttamanna sem sendir voru á brott. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Það skiptir máli að stjórnvöld skoði út frá pólitískum forsendum af hvaða ástæðum fólki er vísað út úr landi, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. Eins og kunnugt er hefur fjórum flóttamönnum frá Afganistan og Írak verið vísað frá landinu. Sá fimmti er í felum af ótta við að honum verði jafnframt vísað á brott. Stefán Pálsson, áhrifamaður innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, gagnrýndi dómsmálaráðherra harðlega vegna máls flóttamannanna á bloggi sínu í gær og segir daga hennar í embætti senn talda. Katrín segir hins vegar að ágætis ánægja ríki með störf dómsmálaráðherra. Á síðasta ríkisstjórnarfundi hafi verið samþykkt tillaga hennar um að stjórnarflokkarnir skipuðu fjögurra manna hóp til þess að fara yfir það hvernig framkvæmd í málefnum flóttamanna væri háttað og hvað þyrfti að bæta. „Fólk hefur fengið leyfi til að vera hér út frá mannúðarsjónarmiðum. Sú breyting sem hefur orðið í tíð þessarar ríkisstjórnar er að forsendur eru metnar út frá tilfelli hvers og eins og það er bara spurning hvaða breytur eru teknar þar inn í. Að mínu mati mætti skoða það hvaðan þetta fólk er að koma og hvaða ábyrgð við berum gagnvart þessum löndum sem þeir eru að koma frá, Írak og Afganistan," segir Katrín. Hún segir að Íslendingar beri ákveðna pólitíska ábyrgð eftir þann hernað sem hefur verið í þessum löndum. Katrín segir að dómsmálaráðherra vinni eftir þeirri stefnu sem ríkisstjórnarflokkarnir marki. Það sé þeirra verkefni að koma stefnunni rétt á framfæri. Þá segir Katrín jafnframt að verið sé að skoða sérstaklega málefni tveggja þeirra flóttamanna sem sendir voru á brott.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira