Arðgreiðslur HB Granda afar hófsamar 15. mars 2009 12:59 Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda. Stjórnarformaður og forstjóri HB Granda segja arðgreiðslur félagsins afar hófsamar. Þeir fagna að félagið hafi tekist að halda uppi fullri starfsemi. Ákvörðun stjórnar félagsins um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu hefur mætt andstöðu. Móðgun við verkafólk Tillagan hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að almennir launamenn afsöluðu sér um 13 þúsund króna launhækkun til að koma til móts við atvinnurekendur í fjármálakreppunni. Arðgreiðslan sem stjórnin leggur til að eigendur fái í sinn vasa myndi nægja til þess að greiða öllu fiskverkunarfólki HB Granda þá launahækkun í átta ár. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði þetta örgustu móðgun við verkafólkið í fréttum Stöðvar 2 á föstudaginn. Á alla mælikvarða hófsöm arðgreiðsla Undanfarin ár hafa árlegar arðgreiðslur HB Granda numið 12% af nafnvirði hlutafjár, að fram kemur í yfirlýsingu frá Árna Vilhjálmssyni stjórnarformanni félagsins og Eggerti Benedikt Guðmundssyni. Það þyði að arður sem hlutfall af markaðsvirði hafi veirð á bilinu 1 til 1,5%. ,,Þetta telst á alla mælikvarða afar hófsöm arðgreiðsla, svo sem ljóst má vera ef litið er til vaxtakjara á bankainnistæðum og ríkisskuldabréfum. Samt sem áður hefur stjórn félagsins ákveðið að leggja til við aðalfund að arðgreiðsluhlutfallið lækki í 8% vegna ársins 2008. Þetta samsvarar 0,8% arði á útistandandi hlutafé, miðað við núverandi gengi 10." Fullri vinnu haldið uppi Árni og Eggert segja að lækkunin ráðist einkum af búsifjum vegna loðnuvertíðarbrests og af óvissu vegna umtalsverðra lækkana á verði nokkurra helstu afurða félagins. ,,Félagið fagnar því að hafa undanfarna mánuði getað haldið uppi fullri vinnu í fiskiðjuverum félagsins í Reykjavík og á Akranesi, enda er efnahagslífinu mikilvægast að starfandi fyrirtækjum sé haldið í stöðugum rekstri," segja Árni og Eggert í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Erfitt að fá svör hjá stjórn HB Granda Fréttastofa reyndi árangurslaust í dag að fá útskýringar hjá stjórn HB Granda á ákvörðun hennar um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu. 14. mars 2009 21:00 HB Grandi greiðir út arð en hækkar ekki laun starfsfólks Stjórnendur HB Granda, sem komust hjá því að greiða fiskverkafólki sínu umsamda launahækkun um síðustu mánaðamót, ætla hinsvegar að greiða sjálfum sér 184 milljónir króna af rösklega tveggja milljarða króna gróða af rekstri síðasta árs. Verkalýðsforingi segir þetta örgustu móðgun við verkafólkið. 13. mars 2009 12:08 Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra. 13. mars 2009 19:05 Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stjórnarformaður og forstjóri HB Granda segja arðgreiðslur félagsins afar hófsamar. Þeir fagna að félagið hafi tekist að halda uppi fullri starfsemi. Ákvörðun stjórnar félagsins um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu hefur mætt andstöðu. Móðgun við verkafólk Tillagan hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að almennir launamenn afsöluðu sér um 13 þúsund króna launhækkun til að koma til móts við atvinnurekendur í fjármálakreppunni. Arðgreiðslan sem stjórnin leggur til að eigendur fái í sinn vasa myndi nægja til þess að greiða öllu fiskverkunarfólki HB Granda þá launahækkun í átta ár. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði þetta örgustu móðgun við verkafólkið í fréttum Stöðvar 2 á föstudaginn. Á alla mælikvarða hófsöm arðgreiðsla Undanfarin ár hafa árlegar arðgreiðslur HB Granda numið 12% af nafnvirði hlutafjár, að fram kemur í yfirlýsingu frá Árna Vilhjálmssyni stjórnarformanni félagsins og Eggerti Benedikt Guðmundssyni. Það þyði að arður sem hlutfall af markaðsvirði hafi veirð á bilinu 1 til 1,5%. ,,Þetta telst á alla mælikvarða afar hófsöm arðgreiðsla, svo sem ljóst má vera ef litið er til vaxtakjara á bankainnistæðum og ríkisskuldabréfum. Samt sem áður hefur stjórn félagsins ákveðið að leggja til við aðalfund að arðgreiðsluhlutfallið lækki í 8% vegna ársins 2008. Þetta samsvarar 0,8% arði á útistandandi hlutafé, miðað við núverandi gengi 10." Fullri vinnu haldið uppi Árni og Eggert segja að lækkunin ráðist einkum af búsifjum vegna loðnuvertíðarbrests og af óvissu vegna umtalsverðra lækkana á verði nokkurra helstu afurða félagins. ,,Félagið fagnar því að hafa undanfarna mánuði getað haldið uppi fullri vinnu í fiskiðjuverum félagsins í Reykjavík og á Akranesi, enda er efnahagslífinu mikilvægast að starfandi fyrirtækjum sé haldið í stöðugum rekstri," segja Árni og Eggert í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Erfitt að fá svör hjá stjórn HB Granda Fréttastofa reyndi árangurslaust í dag að fá útskýringar hjá stjórn HB Granda á ákvörðun hennar um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu. 14. mars 2009 21:00 HB Grandi greiðir út arð en hækkar ekki laun starfsfólks Stjórnendur HB Granda, sem komust hjá því að greiða fiskverkafólki sínu umsamda launahækkun um síðustu mánaðamót, ætla hinsvegar að greiða sjálfum sér 184 milljónir króna af rösklega tveggja milljarða króna gróða af rekstri síðasta árs. Verkalýðsforingi segir þetta örgustu móðgun við verkafólkið. 13. mars 2009 12:08 Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra. 13. mars 2009 19:05 Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Erfitt að fá svör hjá stjórn HB Granda Fréttastofa reyndi árangurslaust í dag að fá útskýringar hjá stjórn HB Granda á ákvörðun hennar um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu. 14. mars 2009 21:00
HB Grandi greiðir út arð en hækkar ekki laun starfsfólks Stjórnendur HB Granda, sem komust hjá því að greiða fiskverkafólki sínu umsamda launahækkun um síðustu mánaðamót, ætla hinsvegar að greiða sjálfum sér 184 milljónir króna af rösklega tveggja milljarða króna gróða af rekstri síðasta árs. Verkalýðsforingi segir þetta örgustu móðgun við verkafólkið. 13. mars 2009 12:08
Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra. 13. mars 2009 19:05