Innlent

Starti frestað vegna rigninga

Ágúst Kvaran Hlaupaleiðirnar í eyðimörkinni eru ævintýralega fjölbreyttar.
Ágúst Kvaran Hlaupaleiðirnar í eyðimörkinni eru ævintýralega fjölbreyttar.

Íslenski ofurhlauparinn Ágúst Kvaran, sem tekur þátt í Sahara-maraþoninu, hljóp 33 kílómetra í hlaupinu í gær. Hlaupið átti að byrja á sunnudagsmorguninn en startinu var frestað um einn sólarhring vegna rigninga í eyðimörkinni. Fyrsta hlaupið hefur verið fellt niður.

Ólöf Þorsteinsdóttir, tengiliður Ágústs á Íslandi, segir að hætt hafi verið við að tjalda í eyðimörkinni fyrsta kvöldið vegna úrkomu og kulda og allir hlaupararnir verið settir á hótel. Þar hafi þeir beðið átekta og skoðað kort. Hún segir að hlaupaleiðirnar séu ævintýralega fjölbreyttar. - ghs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×