Olían lekur upp úr Drekasvæðinu 31. mars 2009 19:15 Gervihnattamyndir benda til þess að olía leki af hafsbotni og til yfirborðs á bletti sunnarlega á Drekasvæðinu. Þetta kom fram á ársfundi Orkustofnunar í Reykjavík í dag. Bresk-hollenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í olíu- og málmleit með gervihnöttum, fann olíulekann nýlega en hann þykir styrkja vísbendingar um að olíu sé að finna á Drekanum. Fyrsti olíuborpallurinn gæti verið kominn þangað þegar á næsta ári.Hafi einhver efast um að hægt sé að bora eftir olíu á tvöþúsund metra dýpi á Drekasvæðinu, þá er þetta tækið, borpallurinn Barents sem verður tilbúinn í júní, og er helmingi hærri en Hallgrímskirkjuturn. Geir Sjöberg, forstjóri Aker Drilling, segir borpallinn hannaðan til að bora á allt að þrjúþúsund metra hafsdýpi og borinn komist tíuþúsund metra niður í jarðlögin undir botninum.Um þrjúhundruð starfsmenn munu vinna á pallinum á þrískiptum vöktum þannig að um eitthundrað manns verða um borð hverju sinni tvær vikur í senn. Bornum er stjórnað með stýripinnum og hátæknivædd stjórnstöð sér um að halda borkrónunni kyrri á sama punktinum í ólgandi stórsjó, því þetta er fljótandi borpallur, sérstaklega hannaður fyrir erfiðar aðstæður á norðurslóðum.Geir Sjöberg segir að til að standast kröfur um að mengun berist ekki út í umhverfið, um öryggi starfsmanna og um skilvirkan og hagkvæman rekstur sé svona nútímaborpallur einmitt rétta tækið. Hver bordagur mun kosta um eitthundrað milljónir króna, hver hola um tíu milljarða, og að jafnaði þarf að bora tíu holur áður svar fæst um olíu.Daginn sem slíkt tæki mætir á Drekasvæðið skapast tugir starfa í þjónustumiðstöðvum borpallsins á norðausturhorni Íslands. Terje Hagevang hjá Sagex Petrolium telur þó minnst þrjú ár í það. Hann spáir því að leitarborun hefjist kannski árið 2012.Hafsteinn Ágústsson, olíuverkfræðingur hjá StatoilHydro í Bergen, telur að leitarborun geti hafist fyrr, en það ráðist ekki síst af því hvort borpallar verði á lausu. Hann tekur fram að hann viti ekki hvaða olíufélög taki þátt í leitinni, en þau ráði sjálf yfir pöllum og ef þau telji svæðið eftirsóknarvert geti þau hafið borun á næsta ári.Fréttastofa Stöðvar 2 mun á morgun fjallar nánar um þjónustuna og störfin sem gætu skapast á Íslandi vegna olíuleitar. Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar verði olíuþjóð Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar. 30. mars 2009 19:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Gervihnattamyndir benda til þess að olía leki af hafsbotni og til yfirborðs á bletti sunnarlega á Drekasvæðinu. Þetta kom fram á ársfundi Orkustofnunar í Reykjavík í dag. Bresk-hollenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í olíu- og málmleit með gervihnöttum, fann olíulekann nýlega en hann þykir styrkja vísbendingar um að olíu sé að finna á Drekanum. Fyrsti olíuborpallurinn gæti verið kominn þangað þegar á næsta ári.Hafi einhver efast um að hægt sé að bora eftir olíu á tvöþúsund metra dýpi á Drekasvæðinu, þá er þetta tækið, borpallurinn Barents sem verður tilbúinn í júní, og er helmingi hærri en Hallgrímskirkjuturn. Geir Sjöberg, forstjóri Aker Drilling, segir borpallinn hannaðan til að bora á allt að þrjúþúsund metra hafsdýpi og borinn komist tíuþúsund metra niður í jarðlögin undir botninum.Um þrjúhundruð starfsmenn munu vinna á pallinum á þrískiptum vöktum þannig að um eitthundrað manns verða um borð hverju sinni tvær vikur í senn. Bornum er stjórnað með stýripinnum og hátæknivædd stjórnstöð sér um að halda borkrónunni kyrri á sama punktinum í ólgandi stórsjó, því þetta er fljótandi borpallur, sérstaklega hannaður fyrir erfiðar aðstæður á norðurslóðum.Geir Sjöberg segir að til að standast kröfur um að mengun berist ekki út í umhverfið, um öryggi starfsmanna og um skilvirkan og hagkvæman rekstur sé svona nútímaborpallur einmitt rétta tækið. Hver bordagur mun kosta um eitthundrað milljónir króna, hver hola um tíu milljarða, og að jafnaði þarf að bora tíu holur áður svar fæst um olíu.Daginn sem slíkt tæki mætir á Drekasvæðið skapast tugir starfa í þjónustumiðstöðvum borpallsins á norðausturhorni Íslands. Terje Hagevang hjá Sagex Petrolium telur þó minnst þrjú ár í það. Hann spáir því að leitarborun hefjist kannski árið 2012.Hafsteinn Ágústsson, olíuverkfræðingur hjá StatoilHydro í Bergen, telur að leitarborun geti hafist fyrr, en það ráðist ekki síst af því hvort borpallar verði á lausu. Hann tekur fram að hann viti ekki hvaða olíufélög taki þátt í leitinni, en þau ráði sjálf yfir pöllum og ef þau telji svæðið eftirsóknarvert geti þau hafið borun á næsta ári.Fréttastofa Stöðvar 2 mun á morgun fjallar nánar um þjónustuna og störfin sem gætu skapast á Íslandi vegna olíuleitar.
Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar verði olíuþjóð Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar. 30. mars 2009 19:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Spáir því að Íslendingar verði olíuþjóð Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar. 30. mars 2009 19:00