Viðskipti erlent

Rafvirki óvænt 1.300 milljarða í mínus í banka sínum

Hinn 32 ára gamli danski rafvirki, Dennis Pallesgaard varð vægast sagt fyrir áfalli þegar hann athugaði stöðuna á bankareikningi sínum um daginn. Þar stóð að hann væri 63 milljarða danskra kr. í mínus á reikninginum eða um 1.300 milljarða kr.

Nákvæmlega stóð að reikningur hans væri 63.002.842.493 danskrar kr. í mínus. Þetta kemur fram á vefsíðunni eb.dk.

„Ég hafði heyrt af háum þjónustugjöldum í bönkunum en þetta var svo há tala að ég varð að stafa mig í gegnum hana til að skilja að þetta voru ekki milljónir heldur milljarðar," segir Pallesgaard.

Rafvirkinn hafði samband við bankann sem viðurkenndi að mistök hefðu verið gerð. Þegar bankinn ætlaði að millifæra 3.200 danskrar kr. af reikningi hans vegna þinglýsingar sló bankastarfsmaður óvart inn reikningsnúmer rafvirkjans í staðinn.

Vandamálið er leyst og Pallesgaard er ekki lengur í hópi fátækustu manna Danmerkur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×