Tiger er kominn á fulla ferð - tryggði sér sigur með lokapúttinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2009 09:30 Tiger Woods fagnar sigri á mótinu í gær. Mynd/GettyImages Tiger Woods vann sitt fyrsta golfmót eftir endurkomuna úr hnémeiðslum með eftirminnilegum hætti í gær. Tiger tryggði sér sigurinn á Arnold Palmer Invitational mótinu á Bay Hill með því að setja niður lokapúttið og fá fugl á 18. holunni. Tiger var fimm höggum á eftir Sean O'Hair fyrir lokadaginn en Tiger spilaði síðasta hringinn á 67 höggum og vann O'Hair með einu höggi. Þetta var í 19. sinn sem hann tryggir sér sigur á móti þar sem hann kemur til baka á lokadeginum en Tiger hefur aldrei unnið mót þar sem hann hefur verið meira en 5 höggum á eftir. Tiger Wodds og Sean O'Hair voru jafnir fyrir lokaholuna en Tiger náði fuglinum þegar hann setti niður tæplega fjögurra metra pútt.Þetta var annað árið í röð og í þriðja sinn á ferlinum þar sem Tiger tryggði sér sigur á þessum móti með glæsilegu lokapútti. Hann vann mótið þannig í fyrra sem og árið 2001 þegar hann hafði betur gegn Phil Mickelson. Tiger lék alls á 275 höggum eða fimm höggum undir pari. Þetta var 66. sigur hans á PGA-mótaröðinni og fyrir hann fékk hann 1,08 milljónir dollara eða um 125 milljónir íslenskra króna. Golf Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods vann sitt fyrsta golfmót eftir endurkomuna úr hnémeiðslum með eftirminnilegum hætti í gær. Tiger tryggði sér sigurinn á Arnold Palmer Invitational mótinu á Bay Hill með því að setja niður lokapúttið og fá fugl á 18. holunni. Tiger var fimm höggum á eftir Sean O'Hair fyrir lokadaginn en Tiger spilaði síðasta hringinn á 67 höggum og vann O'Hair með einu höggi. Þetta var í 19. sinn sem hann tryggir sér sigur á móti þar sem hann kemur til baka á lokadeginum en Tiger hefur aldrei unnið mót þar sem hann hefur verið meira en 5 höggum á eftir. Tiger Wodds og Sean O'Hair voru jafnir fyrir lokaholuna en Tiger náði fuglinum þegar hann setti niður tæplega fjögurra metra pútt.Þetta var annað árið í röð og í þriðja sinn á ferlinum þar sem Tiger tryggði sér sigur á þessum móti með glæsilegu lokapútti. Hann vann mótið þannig í fyrra sem og árið 2001 þegar hann hafði betur gegn Phil Mickelson. Tiger lék alls á 275 höggum eða fimm höggum undir pari. Þetta var 66. sigur hans á PGA-mótaröðinni og fyrir hann fékk hann 1,08 milljónir dollara eða um 125 milljónir íslenskra króna.
Golf Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira