Handbolti

Pálmar: Vörnin var frábær í kvöld

Ómar Þorgeirsson skrifar
Pálmar Pétursson í leik með Val.
Pálmar Pétursson í leik með Val. Mynd/Valli

„Þetta var algjör helvítis snilld. Þjálfarinn gerði okkur það ljóst að það væri búið að leggja svo mikið í leikinn og umgjörðina í kringum hann að það væri algjör skandall ef við myndum ekki leggja okkur alla fram og við brugðumst ekki og uppskárum eftir því," sagði markvörðurinn Pálmar Pétursson hjá FH sem reyndist sínum gömlu liðsfélögum í Val erfiður í 33-26 sigri FH í N1-deild karla í kvöld.

Pálmar varði 22 skot í leiknum og lokaði markinu á mikilvægum tímapunkti í fyrri hálfleik þegar FH náði að byggja upp gott forskot.

„Það er góð blanda af eldri og yngri leikmönnum í þessu FH liði og ég er reyndar einn af þeim eldri þrátt fyrir að vera ekki orðinn 25 ára einu sinni. Ég er því að upplifa mig sem einhvern gamlan skarf hérna í Krikanum en skarfarnir geta verið skæðir á góðum degi og þetta var eitt af þeim skiptum.

Þetta snýst annars bara um vörnina og hún var að frábær í kvöld. Það var góður talandi í liðinu og menn voru bara trylltir og neyddu Valsarana í erfið skot og þá er þetta léttara fyrir mig," sagði Pálmar í leikslok í kvöld.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×