Fótbolti

Rubin Kazan rússneskur meistari annað árið í röð

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Rubin Kazan höfðu ærna ástæðu til þess að fagna í kvöld.
Stuðningsmenn Rubin Kazan höfðu ærna ástæðu til þess að fagna í kvöld. Nordic photos/AFP

Rubin Kazan tryggði sér í kvöld sigur í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir markalaust jafntefli gegn Zenit frá Pétursborg.

Rubin Kazan vann einnig deildinni á fyrra en titillinn komst í höfn í kvöld eftir að Spartak Mosvka tapaði 2-3 gegn CSKA Moskva og getur því ekki lengur náð Rubin Kazan að stigum.

Leikmenn Rubin Kazan fá þó líklega ekki mikinn tíma til þess að fagna titlinum þar sem liðið á gríðarlega mikilvægan leik gegn Dynamo Kiev í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þriðjudag. Með sigri í þeim leik er ljóst að annað hvort stórliðanna Barcelona eða Inter gæti lent í vandræðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×