Handbolti

Meistaradeildin í handbolta: FCK vann Fyllingen

Ómar Þorgeirsson skrifar
Arnór Atlason.
Arnór Atlason. Mynd/Birkir Baldvinsson

Arnór Atlason og félagar í danska félaginu FCK unnu sannfærandi 28-19 sigur gegn norska félaginu Fyllingen með Andra Stefan Guðrúnarson innanborðs í C-riðli í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.

Arnór skoraði 2 mörk fyrir FCK en Andri Stefan skoraði 1 mark fyrir Fyllingen.

FCK er í fjórða sæti með 6 stig í C-riðlinum en Fyllingen er enn án stig á botninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×