Fótbolti

Hamburg á toppinn

Martin Jol og félagar eru á toppnum
Martin Jol og félagar eru á toppnum NordicPhotos/GettyImages

Hamburg er komið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Bayern Munchen uppgjöri liðanna í kvöld.

Það var Mladen Petric sem skoraði sigurmark Hamborgar skömmu fyrir hlé, en Bayern náði ekki að jafna þrátt fyrir stífa sókn það sem eftir lifði leiks.

Hoffenheim getur endurheimt toppsætið með sigri á Cottbus á morgun.

Hamburg hefur 36 stig á toppnum eftir 18 leiki og Hoffenheim hefur 35 stig í öðru sæti og á leik til góða. Bayern hefur einnig 35 stig og Hertha er í fjórða sætinu með 33 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×