Innlent

Zhang Keyuan fer frá Íslandi til Möltu

Sendiherra Kína á Íslandi
Sendiherra Kína á Íslandi

Zhang Keyuan, sem hefur verið sendiherra Kína á Íslandi síðan í ágúst í fyrra, verður nýr sendiherra Kínverja á Möltu. Frá þessu er greint á vefsíðu maltneska blaðsins The Malta Independent í morgun.

Keyuan komst í fréttirnar í júní síðasliðnum vegna heimsóknar tíbetska trúarleiðtogans Dalai Lama til Íslands. Eftir fundi Dalai Lama með íslenskum ráðherrum meðan á heimsókninni stóð var fullyrt í íslenskum fjölmiðlum að sendiherra Kínverja yrði kallaður heim frá Íslandi. Þeim fréttum var vísað á bug. Hvort flutningur sendiherrans tengist heimsókn trúarleiðtogans frá Tíbet er óvíst en Möltu er vart hægt að líkja við Síberíu þangað sem Sovéskir leiðtogar voru sagðir senda fulltrúa sem brugðust þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×