Kostnaður við fjármálakrísuna gæti orðið 12 billjónir dollara 9. ágúst 2009 11:07 Bretar þurfa að greiða mest vegna kreppunnar. Kostnaðurinn við að taka til eftir fjármálakrísuna gæti orðið tæpar tólf billjónir dollara, samkvæmt útreikningum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Fyrir sömu fjárhæð væri hægt að gefa hverju mannsbarni á jörðinni um 380 þúsund krónur. Þessar sláandi tölur samsvara um fimmtungi af landsframleiðslu allra þjóða heimsins. Inni í þessum útreikningum eru fjárframlög sem ríkisstjórnir heimsins veittu til banka til að varna þeim frá hruni, yfirtaka á undirmálslánum og öðrum ónýtum eignum í fjármálakerfinu sem og ábyrgðir seðlabanka og stuðningur þeirra við fjármálageirann. Ekki er víst að allur þessi kostnaður falli til en möguleikinn á því skyggir óneitanlega á áætlanir sem gerðar hafa verið varðandi endurreisn efnhag heimsbyggðarinnar. Meirihluti kostnaðarins hefur verið reiddur fram af hinum þróuðu löndum, eða um 10,2 billjónir bandaríkjadala, á meðan einungis 1,7 billjónir dala hafa fallið til vegna þróunarlandanna. Samkvæmt útreikningum AGS kemur kreppan til með að kosta Bretland mest, eða tæp 82 prósent af landsframleiðslu. Nú þegar hefur Bretland reitt fram um 20 prósent af landsframleiðslu sinni til að styðja við innlendar stofnanir í rekstrarerfiðleikum. G20 löndin munu þurfa að greiða um tíu prósent af landsframleiðslu, samanlagt, vegna kreppunnar. Það er það mesta sem reitt hefur verið fram síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kostnaðurinn við að taka til eftir fjármálakrísuna gæti orðið tæpar tólf billjónir dollara, samkvæmt útreikningum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Fyrir sömu fjárhæð væri hægt að gefa hverju mannsbarni á jörðinni um 380 þúsund krónur. Þessar sláandi tölur samsvara um fimmtungi af landsframleiðslu allra þjóða heimsins. Inni í þessum útreikningum eru fjárframlög sem ríkisstjórnir heimsins veittu til banka til að varna þeim frá hruni, yfirtaka á undirmálslánum og öðrum ónýtum eignum í fjármálakerfinu sem og ábyrgðir seðlabanka og stuðningur þeirra við fjármálageirann. Ekki er víst að allur þessi kostnaður falli til en möguleikinn á því skyggir óneitanlega á áætlanir sem gerðar hafa verið varðandi endurreisn efnhag heimsbyggðarinnar. Meirihluti kostnaðarins hefur verið reiddur fram af hinum þróuðu löndum, eða um 10,2 billjónir bandaríkjadala, á meðan einungis 1,7 billjónir dala hafa fallið til vegna þróunarlandanna. Samkvæmt útreikningum AGS kemur kreppan til með að kosta Bretland mest, eða tæp 82 prósent af landsframleiðslu. Nú þegar hefur Bretland reitt fram um 20 prósent af landsframleiðslu sinni til að styðja við innlendar stofnanir í rekstrarerfiðleikum. G20 löndin munu þurfa að greiða um tíu prósent af landsframleiðslu, samanlagt, vegna kreppunnar. Það er það mesta sem reitt hefur verið fram síðan í seinni heimsstyrjöldinni.
Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira